Óttast að átök verði að stóru stríði Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 17:09 Uppreisnarmenn M23 fylgja hermönnum gáfust upp eftir átök í og við Goma. AP/Moses Sawasawa Uppreisnarmenn M23 hafa hótað því að gera árás á borgina Bukavu, höfuðborg Suður-Kivu héraðs í Austur-Kongó. Óttast er að átökin milli hersins og uppreisnarmannanna, sem njóta stuðnings Rúanda, muni leiða til umfangsmikils stríðs. Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir sótt til suðurs frá Goma en hafa litlum árangri náð frá því í síðustu viku. Reuters segir fregnir hafa borist af hörðum bardögum á svæðinu og hefur hernum borist liðsauki frá Búrúndí, auk annarra vopnahópa af svæðinu. Fregnir hafa einnig borist af því að fleiri en áttatíu hermenn Austur-Kongó voru handteknir á dögunum, eftir að hermenn rændu þorp á svæðinu og hafa þeir verið sakaðir um ódæði gegn óbreyttum borgurum. Einn talsmanna M23 lýsti því yfir í morgun að ástandið í Bukavu væri að versna fyrir borgara þar og að verið væri að ræna og myrða fólk. Ef þessum glæpum yrði ekki hætt myndi hópurinn gera árás á borgina með því markmiði að verja fólkið. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Sameinuðu þjóðirnar segja uppreisnarmenn M23 njóta stuðnings um fjögur þúsund hermanna frá Rúanda. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó. Óttast umfangsmikið stríð Sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa varað við því að átökin geti undið hratt upp á sig og fleiri ríki geti dregist inn í þau. Fundur leiðtoga ríkja á svæðinu sem haldinn var umhelgina skilaði litlum árangri. AP fréttaveitan segir Felz Tshisekedi, forseta Austur-Kongó, hafa biðlað til bandamanna sinna á svæðinu og víðar um aðstoð. Leiðtogar Búrúndí, sem hafa einnig horn í síðu Rúanda, hafa svarað. Hermenn frá Tansaníu hafa einnig verið sendir til ríkisins og þá hafa hermenn frá Úganda einnig verið sendir til að berjast við aðra uppreisnarmenn í Austur-Kongó. Átökin hafa komið niður á óbreyttum borgurum á svæðinu.AP/Moses Sawasawa Í samtali við fréttaveituna segja sérfræðingar að hættan á stigmögnun sé mikil. Leiðtogar bæði Rúanda og Úganda vilji aukin áhrif í austurhluta Kongó en þeir séu sömuleiðis mjög mikilvægir þegar kemur að því að ná friði. Paul Kagame, forseti Rúanda, hefur sakað Úganda um að styðja uppreisnarhóp í Rúanda sem ætli sér að velta Kagame úr sessi. Ráðamenn í Búrúndí hafa einnig slitið tengsl við yfirvöld í Rúanda og hafa sakað þá um að styðja uppreisnarhóp sem ætli að taka völd í Búrúndí. Evariste Ndayishimiye, forseti Búrúndí, hefur sakað Kagame um stríðsbrölt og tilraunir til að leggja undir sig landsvæði nágranna sinna. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Búrúndí Úganda Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir sótt til suðurs frá Goma en hafa litlum árangri náð frá því í síðustu viku. Reuters segir fregnir hafa borist af hörðum bardögum á svæðinu og hefur hernum borist liðsauki frá Búrúndí, auk annarra vopnahópa af svæðinu. Fregnir hafa einnig borist af því að fleiri en áttatíu hermenn Austur-Kongó voru handteknir á dögunum, eftir að hermenn rændu þorp á svæðinu og hafa þeir verið sakaðir um ódæði gegn óbreyttum borgurum. Einn talsmanna M23 lýsti því yfir í morgun að ástandið í Bukavu væri að versna fyrir borgara þar og að verið væri að ræna og myrða fólk. Ef þessum glæpum yrði ekki hætt myndi hópurinn gera árás á borgina með því markmiði að verja fólkið. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Sameinuðu þjóðirnar segja uppreisnarmenn M23 njóta stuðnings um fjögur þúsund hermanna frá Rúanda. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó. Óttast umfangsmikið stríð Sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa varað við því að átökin geti undið hratt upp á sig og fleiri ríki geti dregist inn í þau. Fundur leiðtoga ríkja á svæðinu sem haldinn var umhelgina skilaði litlum árangri. AP fréttaveitan segir Felz Tshisekedi, forseta Austur-Kongó, hafa biðlað til bandamanna sinna á svæðinu og víðar um aðstoð. Leiðtogar Búrúndí, sem hafa einnig horn í síðu Rúanda, hafa svarað. Hermenn frá Tansaníu hafa einnig verið sendir til ríkisins og þá hafa hermenn frá Úganda einnig verið sendir til að berjast við aðra uppreisnarmenn í Austur-Kongó. Átökin hafa komið niður á óbreyttum borgurum á svæðinu.AP/Moses Sawasawa Í samtali við fréttaveituna segja sérfræðingar að hættan á stigmögnun sé mikil. Leiðtogar bæði Rúanda og Úganda vilji aukin áhrif í austurhluta Kongó en þeir séu sömuleiðis mjög mikilvægir þegar kemur að því að ná friði. Paul Kagame, forseti Rúanda, hefur sakað Úganda um að styðja uppreisnarhóp í Rúanda sem ætli sér að velta Kagame úr sessi. Ráðamenn í Búrúndí hafa einnig slitið tengsl við yfirvöld í Rúanda og hafa sakað þá um að styðja uppreisnarhóp sem ætli að taka völd í Búrúndí. Evariste Ndayishimiye, forseti Búrúndí, hefur sakað Kagame um stríðsbrölt og tilraunir til að leggja undir sig landsvæði nágranna sinna.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Búrúndí Úganda Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira