Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 21:00 Brimbrettakapparnir sátu sem fastast þegar fréttastofa leit við í Þorlákshöfn í dag. Vísir/bjarni Brimbrettakappar sem stöðvuðu framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn heita því að halda mótmælum sínum áfram þar til hætt verður við áformin. Að öðrum kosti verði úti um sportið. Forseti bæjarstjórnar segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna og á endanum gæti þurft að siga lögreglu á brimbrettakappana. Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur. Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur.
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira