Innlent

Bjóða Birki Jón vel­kominn til starfa

Árni Sæberg skrifar
Birkir Jón hefur verið ráðinn aðstoðarmaður formanns Framsóknar.
Birkir Jón hefur verið ráðinn aðstoðarmaður formanns Framsóknar. Framsókn

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur ákveðið að ráða Birki Jón Jónsson sem nýjan aðstoðarmann formanns. Vísir greindi frá ráðningu hans á dögunum.

Í fréttatilkynningu þess efnis frá Framsókn segir að Birki Jón þurfi vart að kynna, hann hafi verið alþingismaður á árunum 2003 til 2013 og varaformaður Framsóknar 2009 til 2013. Hann hafi setið í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006 til 2010 og eins hafi hann verið bæjarfulltrúi í Kópavogi 2014 til 2022, þar af formaður bæjarráðs 2018 til 2022.

Birkir Jón hafi lokið stúdentsprófi frá FNV á Sauðárkróki 1999, námi í stjórnmálafræði frá HÍ 2000 til 2004 og MBA í viðskiptafræði frá HÍ 2009.

Á Alþingi hafi Birkir Jón meðal annars setið í fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og velferðarnefnd. Eins hafi Birkir Jón reynslu af alþjóðastarfi á Alþingi, hann hafi setið í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.

„Birkir Jón er boðinn velkominn til starfa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×