Skotflaugar féllu á Kænugarð Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 12:01 Einn maður lét lífið í árás Rússa á Kænugarð í nótt. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex af sjö skotflaugum og 71 af drónunum. Þar að auki munu fjörutíu drónar hafa verið stöðvaðir með því að trufla kerfi þeirra. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt upp í loftið og falla svo á skotmörk sín á miklum hraða. Takist að skjóta þær niður eru þær því hvort eð er líklegar til að valda skaða á jörðu niðri. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árás næturinnar og sagði að ógnarherferð Rússa gegn Úkraínu myndi ekki hætta að sjálfu sér. Kallaði hann eftir samstöðu meðal bakhjarla Úkraínu og sagði árásina til marks um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði ekki áhuga á friði. Hann héldi árásum sínum á Úkraínumenn og úkraínskar borgir áfram. https://www.facebook.com/GeneralStaff.ua/posts/pfbid06HdJWbNPKPSMK4fmWdUGmNmdGshJiijqsQ2uJe8TSJJMkym6Epv1w8kWFsQScLJPl Reuters hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að níu ára gamalt barn sé meðal þeirra sem særðust í Kænugarði. Þá segir fréttaveitan að árásin hafi einnig valdið tjóni á mikilvægum innviðum í Tjernihív-héraði, þar sem tveir munu hafa særst. A huge sinkhole has formed in one of Kyiv's districts after a night attack. pic.twitter.com/vkWCvfUoLg— WarTranslated (@wartranslated) February 12, 2025 Rússar hafa á þeim þremur árum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst skotið aragrúa eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Margar þessara árása hafa beinst að orkuinnviðum. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn fjölgað eigin árásum á skotmörk í Rússlandi töluvert. Þar hafa Úkraínumenn notast mikið við eigin sjálfsprengidróna. Þær beinast margar að innviðum varðandi olíuframleiðslu og vinnslu í Rússlandi og á þeim að vera ætlað að koma höggi á hagkerfi Rússlands og olíubirgðum rússneska hersins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex af sjö skotflaugum og 71 af drónunum. Þar að auki munu fjörutíu drónar hafa verið stöðvaðir með því að trufla kerfi þeirra. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt upp í loftið og falla svo á skotmörk sín á miklum hraða. Takist að skjóta þær niður eru þær því hvort eð er líklegar til að valda skaða á jörðu niðri. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árás næturinnar og sagði að ógnarherferð Rússa gegn Úkraínu myndi ekki hætta að sjálfu sér. Kallaði hann eftir samstöðu meðal bakhjarla Úkraínu og sagði árásina til marks um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði ekki áhuga á friði. Hann héldi árásum sínum á Úkraínumenn og úkraínskar borgir áfram. https://www.facebook.com/GeneralStaff.ua/posts/pfbid06HdJWbNPKPSMK4fmWdUGmNmdGshJiijqsQ2uJe8TSJJMkym6Epv1w8kWFsQScLJPl Reuters hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að níu ára gamalt barn sé meðal þeirra sem særðust í Kænugarði. Þá segir fréttaveitan að árásin hafi einnig valdið tjóni á mikilvægum innviðum í Tjernihív-héraði, þar sem tveir munu hafa særst. A huge sinkhole has formed in one of Kyiv's districts after a night attack. pic.twitter.com/vkWCvfUoLg— WarTranslated (@wartranslated) February 12, 2025 Rússar hafa á þeim þremur árum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst skotið aragrúa eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Margar þessara árása hafa beinst að orkuinnviðum. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn fjölgað eigin árásum á skotmörk í Rússlandi töluvert. Þar hafa Úkraínumenn notast mikið við eigin sjálfsprengidróna. Þær beinast margar að innviðum varðandi olíuframleiðslu og vinnslu í Rússlandi og á þeim að vera ætlað að koma höggi á hagkerfi Rússlands og olíubirgðum rússneska hersins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55
Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15
Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51