„Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2025 15:22 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir helmingslíkur á eldgosi nú. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur að ef það gýs á næstunni á Sundhnúksgígaröðinni verði það líklega eitt síðasta eldgosið þar í bili. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Staðan er nú orðin svipuð og hún var fyrir síðasta eldgos. Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk 9. desember síðastliðinn og hefur nú tæpum tveimur mánuðum síðar safnast um það bil jafn mikið af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi og var fyrir eldgosið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að hægst hafi á landrisinu undanfarið. „Þetta er farið að fletjast mjög mikið út samkvæmt þessum GPS mælum sem eru á svæðinu þá er farið að draga mjög mikið úr risinu.“ Rúmt ár er síðan fyrst gaus á Sundhnjúksgígaröðinni. Ef það gýs nú verður það áttunda eldgosið á rúmu ári.Vísir/Vilhelm Ekki er víst að jarðskjálftavirkni verði mikil fyrir næsta eldgos og því gæti gosið með skömmum fyrirvara. „Við erum að brjóta þarna upp flekamót og þessu fylgir mikil átök og skjálftar og í byrjun erum við með mikið af skjálftum og góðan fyrirvara, nokkurra klukkutíma fyrirvara, en sú þróun hefur eitthvað aðeins breyst og var öðruvísi í síðasta gosi. Þá komu engir skjálftar eða sáust litlir skjálftar fyrr en þegar gosið var eiginlega byrjað og það er auðvitað óþægilegt.“ Þrýstimælarnir í Svartsengi hafi þó yfirleitt sýnt að kvika sé sé á leiðinni upp hálftíma til klukkustund áður en hún kemur á yfirborðið. Hann telur ekki fullvíst að atburðarásin síðustu vikur endi með eldgosi þar sem landrisið nú sé aðeins öðruvísi en áður. „Svona helmingslíkur eða eitthvað svoleiðis að það gerist.“ Þá telur hann að líða fari að lokum eldgosahrinunnar í Sundhnúksgígum og ef það gýs nú gæti það orðið eitt síðasta gosið þar í bili. „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk 9. desember síðastliðinn og hefur nú tæpum tveimur mánuðum síðar safnast um það bil jafn mikið af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi og var fyrir eldgosið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að hægst hafi á landrisinu undanfarið. „Þetta er farið að fletjast mjög mikið út samkvæmt þessum GPS mælum sem eru á svæðinu þá er farið að draga mjög mikið úr risinu.“ Rúmt ár er síðan fyrst gaus á Sundhnjúksgígaröðinni. Ef það gýs nú verður það áttunda eldgosið á rúmu ári.Vísir/Vilhelm Ekki er víst að jarðskjálftavirkni verði mikil fyrir næsta eldgos og því gæti gosið með skömmum fyrirvara. „Við erum að brjóta þarna upp flekamót og þessu fylgir mikil átök og skjálftar og í byrjun erum við með mikið af skjálftum og góðan fyrirvara, nokkurra klukkutíma fyrirvara, en sú þróun hefur eitthvað aðeins breyst og var öðruvísi í síðasta gosi. Þá komu engir skjálftar eða sáust litlir skjálftar fyrr en þegar gosið var eiginlega byrjað og það er auðvitað óþægilegt.“ Þrýstimælarnir í Svartsengi hafi þó yfirleitt sýnt að kvika sé sé á leiðinni upp hálftíma til klukkustund áður en hún kemur á yfirborðið. Hann telur ekki fullvíst að atburðarásin síðustu vikur endi með eldgosi þar sem landrisið nú sé aðeins öðruvísi en áður. „Svona helmingslíkur eða eitthvað svoleiðis að það gerist.“ Þá telur hann að líða fari að lokum eldgosahrinunnar í Sundhnúksgígum og ef það gýs nú gæti það orðið eitt síðasta gosið þar í bili. „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira