Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2025 15:50 Lögreglukona stendur nærri vegg sem á hefur verið krotað „Drepum Ísrael“ í Sydney í Ástralíu í desember. AP/Mick Tsikas/AAP Sjúkrahús í Ástralíu fer nú yfir sjúkraskrár eftir að hjúkrunarfræðingur þar hélt því fram að hann dræpi Ísraela frekar en að líkna þeim. Engin vísbendingar eru um að sjúklingar hafi verið skaðaðir en málið er sagt endurspegla vaxandi gyðingaandúð í landinu. Hægrisinnaður ísraelskur áhrifavaldur, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að reyna að fá fólk til að hallmæla Ísrael fyrir framan myndavélar, birti samtal við tvo hjúkrunarfræðinga, karl og konu, á Bankstown-sjúkrahúsinu í Sydney á netinu í gær. Konan sagðist ekki myndu aðstoða ísraelska sjúklinga heldur drepa þá en karlinn bölvaði þeim og renndi fingri yfir hálsinn á sér líkt og hann væri að skera manneskju á háls, að sögn AP-fréttastofunnar. Báðum hjúkrunarfræðingum var vikið úr starfi í dag. Ryan Park, heilbrigðisráðherra Nýju Suður-Wales, sagði þá ekki eiga afturkvæmt til starfa fyrir heilbrigðisyfirvöld þar. „Þau eru ógeðslegir, viðbjóðslegir og vanstilltir einstaklingar,“ sagði Park. Sérstök deild lögreglunnar sem var sett á fót til þess að bregðast við aukinni gyðingaandúð eftir að stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst árið 2023 rannsakar einnig hvort að hjúkrunarfræðingarnir hafi gerst sekir um hatursglæp. Hrina skemmdarverka á heimilum, vinnustöðum, skólum og bænahúsum gyðinga hefur staðið yfir í Ástralíu undanfarin misseri. Lögreglan í Sydney og Melbourne rannsaka nú kerru fulla af sprengiefni sem fannst ásamt lista yfir gyðinga sem gætu verið möguleg skotmörk árása og íkveikjur í tveimur bænahúsum gyðinga. Um 85 prósent ástralskra gyðinga búa í stórborgunum tveimur. Ástralía Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Hægrisinnaður ísraelskur áhrifavaldur, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að reyna að fá fólk til að hallmæla Ísrael fyrir framan myndavélar, birti samtal við tvo hjúkrunarfræðinga, karl og konu, á Bankstown-sjúkrahúsinu í Sydney á netinu í gær. Konan sagðist ekki myndu aðstoða ísraelska sjúklinga heldur drepa þá en karlinn bölvaði þeim og renndi fingri yfir hálsinn á sér líkt og hann væri að skera manneskju á háls, að sögn AP-fréttastofunnar. Báðum hjúkrunarfræðingum var vikið úr starfi í dag. Ryan Park, heilbrigðisráðherra Nýju Suður-Wales, sagði þá ekki eiga afturkvæmt til starfa fyrir heilbrigðisyfirvöld þar. „Þau eru ógeðslegir, viðbjóðslegir og vanstilltir einstaklingar,“ sagði Park. Sérstök deild lögreglunnar sem var sett á fót til þess að bregðast við aukinni gyðingaandúð eftir að stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst árið 2023 rannsakar einnig hvort að hjúkrunarfræðingarnir hafi gerst sekir um hatursglæp. Hrina skemmdarverka á heimilum, vinnustöðum, skólum og bænahúsum gyðinga hefur staðið yfir í Ástralíu undanfarin misseri. Lögreglan í Sydney og Melbourne rannsaka nú kerru fulla af sprengiefni sem fannst ásamt lista yfir gyðinga sem gætu verið möguleg skotmörk árása og íkveikjur í tveimur bænahúsum gyðinga. Um 85 prósent ástralskra gyðinga búa í stórborgunum tveimur.
Ástralía Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira