Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2025 09:12 Leyniþjónusta danska hersins varar við hættunni sem stafar af herskáum stjórnarherrum í Kreml. Vísir/EPA Rússar gætu verið tilbúnir að hefja stórstríð á meginlandi Evrópu á næstu fimm árum telji þeir Atlantshafsbandalagið veiklað eða sundrað, að mati dönsku leyniþjónustunnar. Bandaríkjastjórn hefur sagt að varnir Evrópu séu henni ekki efst í huga. Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira