Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Það eru mikil tækifæri hér, við eigum fjölmarga hjúkrunarfræðinga sem starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er tækifæri í því að fá þá til starfa í heilbrigðiskerfinu aftur. Það er hægt að gera með sanngjörnum launum, aðlögun og þjálfun við hæfi og síðast en ekki síst öruggu vinnuumhverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla ef upp kemur atvik í starfi. Sanngjörn kjör og aukið öryggi Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt sem hefur skyldum að gegna við hjúkrun allra sjúklinga landsins. Það er meiri eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum en framboð og er það víða þannig að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Því miður orsakar mannekla í faginu að stundum þarf að framlengja þessa ábyrgð til ófaglærðra, oft ættingja, sem settir eru í erfiða stöðu. Það kostar ríkið og samfélagið mikið að reka heilbrigðiskerfið og enn kostnaðarsamara er að mennta hjúkrunarfræðinga og halda þeim svo ekki í starfi vegna gríðarlegs álags og óviðunandi launa.Það þarf átak að fá hjúkrunarfræðinga aftur til starfa og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir stéttina alla svo þeir haldist í faginu. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, um helmingur stéttarinnar vinnur einungis dagvinnu. Grunnlaun eru þau laun sem hjúkrunarfræðingar í dagvinnu hafa og þau eru of lág miðað við annað háskólamenntað dagvinnufólk, þessu þarf að breyta og við getum það. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum kjarasamningi til næstu fjögurra ára með vörpun í nýja launatöflu sem styrkir okkur í samanburði til hækkunar grunnlauna. Frekari úrvinnslu er þörf og við hjúkrunarfræðingar getum snúið bökum saman í baráttu fyrir betri kjörum og auknu öryggi við störf okkar. Rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli mönnunar við hjúkrun og öryggis sjúklinga. Undirmönnun skapar vítahring, þar sem skert þjónusta ógnar öryggi sjúklinga og álag á það starfsfólk sem fyrir er eykst. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða varðandi mönnunarviðmið, álag og gæðaviðmið, tillögur að útfærslu liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Framúrskarandi heilbrigðisþjónusta Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Samhliða þurfum við að skoða fjölbreytt þjónustuform, vera óhrædd við nýjungar og hugsa út fyrir boxið. Staðan í dag er ekki sjálfbær, það er þegar verið að forgangsraða í kerfinu og hjúkrunarfræðingar undir miklu álagi og hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Langvarandi vinnuálag gengur fram af hjúkrunarstéttinni og gerir það að verkum að hún leitar á önnur mið. Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Ef ekkert verður að gert mun vöntun eftir hjúkrunarfræðingum enn aukast á komandi árum og heilbrigðisþjónustan í landinu einungis snúast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsynlegt og tímabært að vinna að mismunandi sviðsmyndum heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Tækninýjungar eru hraðar og gervigreindin mun létta undir, en ekkert mun koma í stað hjúkrunarfræðinga, þörfin eftir þeim mun halda áfram að aukast. Það er okkar samfélagsins að standa vörð um heilbrigðiskerfið og ákveða hvernig þjónustu við viljum hafa og vinna að því öllum árum. Leggjumst saman á árarnar og gerum það sem þarf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Staða hjúkrunarfræðinga á Íslandi er góð, hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir, geta valið úr störfum og fá auðveldlega störf hvar sem er í heiminum. Það sama á ekki við um heilbrigðiskerfið sem vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Það eru mikil tækifæri hér, við eigum fjölmarga hjúkrunarfræðinga sem starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er tækifæri í því að fá þá til starfa í heilbrigðiskerfinu aftur. Það er hægt að gera með sanngjörnum launum, aðlögun og þjálfun við hæfi og síðast en ekki síst öruggu vinnuumhverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla ef upp kemur atvik í starfi. Sanngjörn kjör og aukið öryggi Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt sem hefur skyldum að gegna við hjúkrun allra sjúklinga landsins. Það er meiri eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum en framboð og er það víða þannig að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Því miður orsakar mannekla í faginu að stundum þarf að framlengja þessa ábyrgð til ófaglærðra, oft ættingja, sem settir eru í erfiða stöðu. Það kostar ríkið og samfélagið mikið að reka heilbrigðiskerfið og enn kostnaðarsamara er að mennta hjúkrunarfræðinga og halda þeim svo ekki í starfi vegna gríðarlegs álags og óviðunandi launa.Það þarf átak að fá hjúkrunarfræðinga aftur til starfa og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir stéttina alla svo þeir haldist í faginu. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, um helmingur stéttarinnar vinnur einungis dagvinnu. Grunnlaun eru þau laun sem hjúkrunarfræðingar í dagvinnu hafa og þau eru of lág miðað við annað háskólamenntað dagvinnufólk, þessu þarf að breyta og við getum það. Mikilvægt skref var tekið í nýgerðum kjarasamningi til næstu fjögurra ára með vörpun í nýja launatöflu sem styrkir okkur í samanburði til hækkunar grunnlauna. Frekari úrvinnslu er þörf og við hjúkrunarfræðingar getum snúið bökum saman í baráttu fyrir betri kjörum og auknu öryggi við störf okkar. Rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli mönnunar við hjúkrun og öryggis sjúklinga. Undirmönnun skapar vítahring, þar sem skert þjónusta ógnar öryggi sjúklinga og álag á það starfsfólk sem fyrir er eykst. Það er mikilvægt að grípa til aðgerða varðandi mönnunarviðmið, álag og gæðaviðmið, tillögur að útfærslu liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Framúrskarandi heilbrigðisþjónusta Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Samhliða þurfum við að skoða fjölbreytt þjónustuform, vera óhrædd við nýjungar og hugsa út fyrir boxið. Staðan í dag er ekki sjálfbær, það er þegar verið að forgangsraða í kerfinu og hjúkrunarfræðingar undir miklu álagi og hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Langvarandi vinnuálag gengur fram af hjúkrunarstéttinni og gerir það að verkum að hún leitar á önnur mið. Við erum rík þjóð og eigum að leggja metnað okkar í að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og góð starfsskilyrði. Ef ekkert verður að gert mun vöntun eftir hjúkrunarfræðingum enn aukast á komandi árum og heilbrigðisþjónustan í landinu einungis snúast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsynlegt og tímabært að vinna að mismunandi sviðsmyndum heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Tækninýjungar eru hraðar og gervigreindin mun létta undir, en ekkert mun koma í stað hjúkrunarfræðinga, þörfin eftir þeim mun halda áfram að aukast. Það er okkar samfélagsins að standa vörð um heilbrigðiskerfið og ákveða hvernig þjónustu við viljum hafa og vinna að því öllum árum. Leggjumst saman á árarnar og gerum það sem þarf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun