Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 15:01 Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum. Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir: “Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.” Ísland er eyja langt út í N-Atlantshafinu með engin landamæri að öðrum löndum og langt er í meginlandið. Þetta eitt og sér segir okkur hversu lífsnauðsynlegt er að vera eins sjálfbær í fæðuframleiðslu og unnt er til að tryggja sem best lífsskilyrði þjóðarinnar, þá sér í lagi þegar alvarlegar vár banka upp á. Ísland er sprengfullt af náttúrulegum auðlindum, mikil matarkista frá botni sjávar upp til fjalla og því kjöraðstæður fyrir hendi til að tryggja þjóðinni fæðuöryggi með margvíslegum hætti. Þær raddir eru uppi er telja það gervi-fæðuöryggi að hafa alla matvælaframleiðslu innanlands því hún sé svo háð alþjóðlegum viðskiptum og innfluttum aðföngum.Af augljósum aðstæðum verðum við alltaf háð innflutningi á einhvern hátt, en það á að vera ófrávíkjanleg skylda hverrar þjóðar að byggja upp og styðja með stöðugleika innlenda matvælaframleiðslu. Því fæðustöðugleiki er ekkert annað en getan til öflunar fæðu til lengri tíma litið. Það er einfaldlega skynsamlegt að hver þjóð leggi mesta áherslu á framleiðslu matvara sem auðlindir hennar gefa mesta möguleikann á. Á móti þurfa stjórnvöld að tryggja að hér séu fyrir hendi “birgðabankar” þeirra aðfanga sem landið er ekki fært um að framleiða sjálft. Þar undir fellur m.a. eldsneyti og korn (eins og t.d. hveiti). Alþjóða heilbrigðisstofnunin vísar til þriggja atriða sem skilgreina fæðuöryggi, en það eru: A)Fáanleiki matvæla. Helsta hindrun þess er að gæðum er misskipt milli heimshluta og að ekki allir hafa aðgang að nægilega mikilli fæðu B)Aðgengi að matvælum. Helstu áhrifaþættir þess eru tekjur og beint aðgengi (landareign). C)Nýting matvæla. Mestu áhrifaþættir þar er magn matvæla og svo gæði þeirra. Margt getur haft áhrif á fáanleika matvæla. Innanlands eru veðurfar og náttúruhamfarir stærstu áhrifa- og áhættuþættirnir sem valdið geta miklu tjóni eins og uppskerubresti og/eða eyðileggingu. Utanlands gætir sömu áhrifaþátta þó misjafnt sé eftir löndum en við bætast áhættuþættir eins og styrjaldir og pólitískur óstöðugleiki. Innflutningur matvæla hefur aukist gríðarlega undanfarin áratug á kostnað innlendrar matvöruframleiðslu sem hefur ekki náð að halda í við þá þróun. Sú þróun er því miður komin af völdum mannlegra handa stjórnvalda og hagsmunaafla innflutningsgeirans sem hægt og bítandi fá afhent stærri og stærri hlut af “fæðuköku” þjóðarinnar. Hlutdeild innlendrar framleiðslu á markaði hefur því sífellt farið minnkandi sem hefur bein og ógnandi áhrif á fæðuöryggi íbúa landsins og færir okkur nær og nær algjörri ósjálfbærni í fæðu. Þegar innlend framleiðsla dregst saman, fækkar framleiðendum hægt og bítandi og hætta er á að mikilvæg þekking glatist. Í því samhengi má nefna að þegar Covid-heimsfaraldurinn reið yfir kom í ljós að eingöngu voru til í landinu matarbirgðir til u.þ.b. þriggja vikna. Það er algjörlega óásættanlegt. Einn mikilvægur þáttur fæðuöryggis er matvælaöryggi, þ.e. hvort matvæli séu örugg til neyslu. Í því samhengi er rétt að fjalla um þann óraunhæfa samkeppnismun milli innlendra og erlendra matvælaframleiðenda. Hér á landi búa framleiðendur (þá sér í lagi búfjárræktendur) við einhverjar ströngustu kröfur og reglur í heimi er kemur að aðbúnaði, heilbrigðis- og hollustuháttum búfénaðs. Sýklalyfjanotkun er hér í algjöru lágmarki þar sem eingöngu sá einstaklingur innan “hjarðar” sem veikist, er meðhöndlaður með slíku lyfi. Óheimilt er með lögum að blanda við eða flytja inn fóður sem inniheldur sýklalyf. Af þessu getum við verið stolt og er almenn ánægja með. Ein stærsta heilsufarsógn heims í dag eru sýklalyfjaónæmar bakteríur sem valda gríðarlegum fjölda andláta á ári hverju. Hvers vegna er okkur þá ekki umhugað um að matvælin sem við flytjum inn séu undir sömu kröfum og þau íslensku? Hvers vegna er stjórnvöldum allveg sama um þá staðreynd að pensilíni er blandað í fóður dýra sem ætluð eru til manneldis (og útflutnings til m.a. Íslands), þ.e. að öll hjörðin étur pensilín í gegnum fóðrið í þeim eina tilgangi að minnka afföll og auka vaxtarhraða. Sérstaklega á þetta við um verksmiðjubúskap/færibandabúskap þar sem gróðinn skiptir alltaf meira máli en skepnan sjálf. Þetta er svo innlendum framleiðendum ætlað að keppa við sem þar fyrir utan er einnig örframleiðslumarkaður samanborið við markaði erlendis og því eðli máls samkvæmt dýrari í rekstri. Það sjá allir sem sjá vilja að slíkt er ekki samanburðarhæft. Þessi þróun hefur bein og ógnandi áhrif á lýðheilsu fólks. Á henni ber ríkisstjórn hvers tíma ríka ábyrgð. Miðflokkurinn hefur lagt fram sterka, skynsama stefnu í landbúnaðarmálum og vil ég með þessu stappa enn frekar stálinu í sitjandi þingmenn flokksins um að standa vörð um farsæld og lýðheilsu fólks í landinu þegar kemur að öflugri innlendri matvælaframleiðslu og fæðuöryggi. Tryggja verður að þjóðin geti verið minna háð innflutningi á aðföngum. Höfundur er 1. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum. Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir: “Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.” Ísland er eyja langt út í N-Atlantshafinu með engin landamæri að öðrum löndum og langt er í meginlandið. Þetta eitt og sér segir okkur hversu lífsnauðsynlegt er að vera eins sjálfbær í fæðuframleiðslu og unnt er til að tryggja sem best lífsskilyrði þjóðarinnar, þá sér í lagi þegar alvarlegar vár banka upp á. Ísland er sprengfullt af náttúrulegum auðlindum, mikil matarkista frá botni sjávar upp til fjalla og því kjöraðstæður fyrir hendi til að tryggja þjóðinni fæðuöryggi með margvíslegum hætti. Þær raddir eru uppi er telja það gervi-fæðuöryggi að hafa alla matvælaframleiðslu innanlands því hún sé svo háð alþjóðlegum viðskiptum og innfluttum aðföngum.Af augljósum aðstæðum verðum við alltaf háð innflutningi á einhvern hátt, en það á að vera ófrávíkjanleg skylda hverrar þjóðar að byggja upp og styðja með stöðugleika innlenda matvælaframleiðslu. Því fæðustöðugleiki er ekkert annað en getan til öflunar fæðu til lengri tíma litið. Það er einfaldlega skynsamlegt að hver þjóð leggi mesta áherslu á framleiðslu matvara sem auðlindir hennar gefa mesta möguleikann á. Á móti þurfa stjórnvöld að tryggja að hér séu fyrir hendi “birgðabankar” þeirra aðfanga sem landið er ekki fært um að framleiða sjálft. Þar undir fellur m.a. eldsneyti og korn (eins og t.d. hveiti). Alþjóða heilbrigðisstofnunin vísar til þriggja atriða sem skilgreina fæðuöryggi, en það eru: A)Fáanleiki matvæla. Helsta hindrun þess er að gæðum er misskipt milli heimshluta og að ekki allir hafa aðgang að nægilega mikilli fæðu B)Aðgengi að matvælum. Helstu áhrifaþættir þess eru tekjur og beint aðgengi (landareign). C)Nýting matvæla. Mestu áhrifaþættir þar er magn matvæla og svo gæði þeirra. Margt getur haft áhrif á fáanleika matvæla. Innanlands eru veðurfar og náttúruhamfarir stærstu áhrifa- og áhættuþættirnir sem valdið geta miklu tjóni eins og uppskerubresti og/eða eyðileggingu. Utanlands gætir sömu áhrifaþátta þó misjafnt sé eftir löndum en við bætast áhættuþættir eins og styrjaldir og pólitískur óstöðugleiki. Innflutningur matvæla hefur aukist gríðarlega undanfarin áratug á kostnað innlendrar matvöruframleiðslu sem hefur ekki náð að halda í við þá þróun. Sú þróun er því miður komin af völdum mannlegra handa stjórnvalda og hagsmunaafla innflutningsgeirans sem hægt og bítandi fá afhent stærri og stærri hlut af “fæðuköku” þjóðarinnar. Hlutdeild innlendrar framleiðslu á markaði hefur því sífellt farið minnkandi sem hefur bein og ógnandi áhrif á fæðuöryggi íbúa landsins og færir okkur nær og nær algjörri ósjálfbærni í fæðu. Þegar innlend framleiðsla dregst saman, fækkar framleiðendum hægt og bítandi og hætta er á að mikilvæg þekking glatist. Í því samhengi má nefna að þegar Covid-heimsfaraldurinn reið yfir kom í ljós að eingöngu voru til í landinu matarbirgðir til u.þ.b. þriggja vikna. Það er algjörlega óásættanlegt. Einn mikilvægur þáttur fæðuöryggis er matvælaöryggi, þ.e. hvort matvæli séu örugg til neyslu. Í því samhengi er rétt að fjalla um þann óraunhæfa samkeppnismun milli innlendra og erlendra matvælaframleiðenda. Hér á landi búa framleiðendur (þá sér í lagi búfjárræktendur) við einhverjar ströngustu kröfur og reglur í heimi er kemur að aðbúnaði, heilbrigðis- og hollustuháttum búfénaðs. Sýklalyfjanotkun er hér í algjöru lágmarki þar sem eingöngu sá einstaklingur innan “hjarðar” sem veikist, er meðhöndlaður með slíku lyfi. Óheimilt er með lögum að blanda við eða flytja inn fóður sem inniheldur sýklalyf. Af þessu getum við verið stolt og er almenn ánægja með. Ein stærsta heilsufarsógn heims í dag eru sýklalyfjaónæmar bakteríur sem valda gríðarlegum fjölda andláta á ári hverju. Hvers vegna er okkur þá ekki umhugað um að matvælin sem við flytjum inn séu undir sömu kröfum og þau íslensku? Hvers vegna er stjórnvöldum allveg sama um þá staðreynd að pensilíni er blandað í fóður dýra sem ætluð eru til manneldis (og útflutnings til m.a. Íslands), þ.e. að öll hjörðin étur pensilín í gegnum fóðrið í þeim eina tilgangi að minnka afföll og auka vaxtarhraða. Sérstaklega á þetta við um verksmiðjubúskap/færibandabúskap þar sem gróðinn skiptir alltaf meira máli en skepnan sjálf. Þetta er svo innlendum framleiðendum ætlað að keppa við sem þar fyrir utan er einnig örframleiðslumarkaður samanborið við markaði erlendis og því eðli máls samkvæmt dýrari í rekstri. Það sjá allir sem sjá vilja að slíkt er ekki samanburðarhæft. Þessi þróun hefur bein og ógnandi áhrif á lýðheilsu fólks. Á henni ber ríkisstjórn hvers tíma ríka ábyrgð. Miðflokkurinn hefur lagt fram sterka, skynsama stefnu í landbúnaðarmálum og vil ég með þessu stappa enn frekar stálinu í sitjandi þingmenn flokksins um að standa vörð um farsæld og lýðheilsu fólks í landinu þegar kemur að öflugri innlendri matvælaframleiðslu og fæðuöryggi. Tryggja verður að þjóðin geti verið minna háð innflutningi á aðföngum. Höfundur er 1. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun