Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2025 16:30 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni. Landsréttur dæmdi stóru viðskiptabönkunum þremur í vil í dag þegar þeir voru sýknaðir af öllum kröfum neytenda, sem töldu lán þeirra með breytilegum vöxtum ólögmæt. Í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka var úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála, um að skilmálar bankans hefðu ekki verið nægilega skýrir, aftur á móti staðfestur. Farið eftir áliti að utan „Niðurstaða Landsréttar, í máli Neytendastofu gegn Íslandsbanka, eru gleðitíðindi. Þar er í öllu farið eftir ráðgefandi áliti Efta-dómstólsins. Það gefur þannig jákvæðar vísbendingar um hvernig málin þróast í þeim málum sem eftir eru. Það er að segja þau mál sem snúa að tilskipuninni sem var innleidd hér árið 2017, sem eykur réttindi neytenda,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytandasamtakanna, þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann í Landsrétti. Í maí síðasta árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þyrfti að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þætti málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þyrftu að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull gæti skilið aðferðina sem beitt væri við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það væri dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Málunum verði áfrýjað „Vissulega eru vonbrigði að í hinum málunum þremur, sem varða lán sem voru tekin fyrir 2017, að við höfum ekki náð okkar í gegn. En, við munum áfrýja,“ segir Breki. Þá séu fleiri mál í gangi fyrir dómstólum. Eitt verði tekið fyrir fljótlega í Héraðsdómi Reykjavíkur og annað, sem tapaðist í héraði, fari beint fyrir Hæstarétt. Áfrýjunarleyfi hefði þegar verið veitt. Hann telji alveg ljóst að Hæstiréttur muni fallast á að taka málin þrjú, sem töpuðust í dag, fyrir. „Það eru mál sem varða meginstabba húsnæðislána á markaði. Af því að þau varða lán sem voru tekin eftir árið 2017. Þessi mál sem voru til umfjöllunar núna í Landsrétti, þau varða lán sem voru tekin fyrir 2017. Þá voru aðeins öðruvísi lög, réttindi neytenda hafa aukist til muna við nýju lögin og við erum jákvæð varðandi það. En við hvetjum fólk til að skrá sig til leiks, taka þátt í þessu með okkur, til þess að tapa ekki réttindum þegar og ef Hæstiréttur kemst að niðurstöðu.“ Einstaklingarnir sem höfðuðu málin á hendur bönkunum voru dæmdir til að greiða bönkunum málskostnað. Breki segir að þeir muni ekki koma til með að greiða krónu, Neytendasamtökin taki reikninginn. Bankarnir skuldi neytendum allt að níutíu milljarða króna Breki segir að stóra myndin í málunum séu þau sjötíu þúsund húsnæðislán, að virði um það bil 2700 milljarða króna, sem eru undir í málunum. „Við teljum að bankarnir skuldi neytendum á bilinu 45 til níutíu milljarða króna. Þetta eru stærðirnar sem við erum að tala um og í samhengi er hagnaður bankanna rúmlega hundrað milljarðar króna á ári. Landspítalinn kostar um 200 milljarða. Þetta eru stærðirnar sem við erum að tala um.“ Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Sjá meira
Landsréttur dæmdi stóru viðskiptabönkunum þremur í vil í dag þegar þeir voru sýknaðir af öllum kröfum neytenda, sem töldu lán þeirra með breytilegum vöxtum ólögmæt. Í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka var úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála, um að skilmálar bankans hefðu ekki verið nægilega skýrir, aftur á móti staðfestur. Farið eftir áliti að utan „Niðurstaða Landsréttar, í máli Neytendastofu gegn Íslandsbanka, eru gleðitíðindi. Þar er í öllu farið eftir ráðgefandi áliti Efta-dómstólsins. Það gefur þannig jákvæðar vísbendingar um hvernig málin þróast í þeim málum sem eftir eru. Það er að segja þau mál sem snúa að tilskipuninni sem var innleidd hér árið 2017, sem eykur réttindi neytenda,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytandasamtakanna, þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann í Landsrétti. Í maí síðasta árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þyrfti að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þætti málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þyrftu að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull gæti skilið aðferðina sem beitt væri við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það væri dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Málunum verði áfrýjað „Vissulega eru vonbrigði að í hinum málunum þremur, sem varða lán sem voru tekin fyrir 2017, að við höfum ekki náð okkar í gegn. En, við munum áfrýja,“ segir Breki. Þá séu fleiri mál í gangi fyrir dómstólum. Eitt verði tekið fyrir fljótlega í Héraðsdómi Reykjavíkur og annað, sem tapaðist í héraði, fari beint fyrir Hæstarétt. Áfrýjunarleyfi hefði þegar verið veitt. Hann telji alveg ljóst að Hæstiréttur muni fallast á að taka málin þrjú, sem töpuðust í dag, fyrir. „Það eru mál sem varða meginstabba húsnæðislána á markaði. Af því að þau varða lán sem voru tekin eftir árið 2017. Þessi mál sem voru til umfjöllunar núna í Landsrétti, þau varða lán sem voru tekin fyrir 2017. Þá voru aðeins öðruvísi lög, réttindi neytenda hafa aukist til muna við nýju lögin og við erum jákvæð varðandi það. En við hvetjum fólk til að skrá sig til leiks, taka þátt í þessu með okkur, til þess að tapa ekki réttindum þegar og ef Hæstiréttur kemst að niðurstöðu.“ Einstaklingarnir sem höfðuðu málin á hendur bönkunum voru dæmdir til að greiða bönkunum málskostnað. Breki segir að þeir muni ekki koma til með að greiða krónu, Neytendasamtökin taki reikninginn. Bankarnir skuldi neytendum allt að níutíu milljarða króna Breki segir að stóra myndin í málunum séu þau sjötíu þúsund húsnæðislán, að virði um það bil 2700 milljarða króna, sem eru undir í málunum. „Við teljum að bankarnir skuldi neytendum á bilinu 45 til níutíu milljarða króna. Þetta eru stærðirnar sem við erum að tala um og í samhengi er hagnaður bankanna rúmlega hundrað milljarðar króna á ári. Landspítalinn kostar um 200 milljarða. Þetta eru stærðirnar sem við erum að tala um.“
Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Sjá meira