Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 09:02 Íslensku félögin þurfa að greiða 280.000 krónur til KKÍ til að fá leikheimild fyrir hvern erlendan leikmann sem kemur til landsins. vísir/Jón Gautur Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum hve mikið líf var á félagaskiptamarkaðnum í íslenskum körfubolta þar til að glugginn lokaðist á dögunum. Samtals greiddu íslensku félögin um 44 milljónir króna í gjöld til KKÍ vegna félagaskipta og leikheimilda erlendra leikmanna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Hannes S. Jónssonar, framkvæmdastjóra Körfuknattleikssambands Íslands, við fyrirspurn Vísis. Erlendir leikmenn hafa streymt til landsins í vetur og þar á meðal leikmenn með ferilskrár sem varla hafa sést á Íslandi. Til að mynda leikmenn sem spilað hafa í NBA-deildinni, EuroLeague og gríska landsliðinu, einu af bestu landsliðum Evrópu. Fyrir hvern leikmann sem íslensku félögin fá til sín þurfa þau að greiða sérstakt gjald til KKÍ svo að þeir fái leikheimild. Fyrir erlenda leikmenn er það 280.000 krónur, nema að hann sé þegar skráður á Íslandi en þá er gjaldið 190.000 krónur. Auk þess eru greiddar 17.000 krónur fyrir félagaskipti í úrvalsdeild og 1. deild karla og kvenna, og 2.000 krónur í öðrum meistaraflokkum og yngri flokkum. Félagaskiptaglugginn í íslenskum körfubolta var opinn frá júní á síðasta ári og fram til síðustu mánaðamóta. Á þessum tíma vörðu íslensk félög 41.140.000 krónum í leikheimildir fyrir erlenda leikmenn og 2.631.000 krónum í félagaskipti. Tæpar sex milljónir fara til FIBA Vísir spurði jafnframt um það í hvað þessir peningar færu. Hluti af upphæðinni fer til FIBA. Nú þegar hafa rúmlega 4 milljónir af fyrrgreindum 41.140.000 krónum verið greiddar til FIBA en lokareikningur þaðan kemur í apríl og segir Hannes að gera megi ráð fyrir að FIBA fái 1,7 - 2 milljónir í viðbót, eða sem sagt hátt í sex milljónir króna. Eftir standa þá um 38 milljónir króna sem KKÍ notar í sinn rekstur og nefnir Hannes að peningarnir fari í: Að hluta að reka skrifstofu KKÍ en gera má ráð fyrir að vinna eingöngu við félagaskipti/leikheimildir sé hálft stöðugildi á ársgrundvelli. Það er mismikill tími sem fer í vinnu við leikheimildir erlendra leikmanna og er ýmislegt sem getur útskýrt það. Að greiða niður kostnað við afreks/landsliðsstarfið. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari Hannes S. Jónssonar, framkvæmdastjóra Körfuknattleikssambands Íslands, við fyrirspurn Vísis. Erlendir leikmenn hafa streymt til landsins í vetur og þar á meðal leikmenn með ferilskrár sem varla hafa sést á Íslandi. Til að mynda leikmenn sem spilað hafa í NBA-deildinni, EuroLeague og gríska landsliðinu, einu af bestu landsliðum Evrópu. Fyrir hvern leikmann sem íslensku félögin fá til sín þurfa þau að greiða sérstakt gjald til KKÍ svo að þeir fái leikheimild. Fyrir erlenda leikmenn er það 280.000 krónur, nema að hann sé þegar skráður á Íslandi en þá er gjaldið 190.000 krónur. Auk þess eru greiddar 17.000 krónur fyrir félagaskipti í úrvalsdeild og 1. deild karla og kvenna, og 2.000 krónur í öðrum meistaraflokkum og yngri flokkum. Félagaskiptaglugginn í íslenskum körfubolta var opinn frá júní á síðasta ári og fram til síðustu mánaðamóta. Á þessum tíma vörðu íslensk félög 41.140.000 krónum í leikheimildir fyrir erlenda leikmenn og 2.631.000 krónum í félagaskipti. Tæpar sex milljónir fara til FIBA Vísir spurði jafnframt um það í hvað þessir peningar færu. Hluti af upphæðinni fer til FIBA. Nú þegar hafa rúmlega 4 milljónir af fyrrgreindum 41.140.000 krónum verið greiddar til FIBA en lokareikningur þaðan kemur í apríl og segir Hannes að gera megi ráð fyrir að FIBA fái 1,7 - 2 milljónir í viðbót, eða sem sagt hátt í sex milljónir króna. Eftir standa þá um 38 milljónir króna sem KKÍ notar í sinn rekstur og nefnir Hannes að peningarnir fari í: Að hluta að reka skrifstofu KKÍ en gera má ráð fyrir að vinna eingöngu við félagaskipti/leikheimildir sé hálft stöðugildi á ársgrundvelli. Það er mismikill tími sem fer í vinnu við leikheimildir erlendra leikmanna og er ýmislegt sem getur útskýrt það. Að greiða niður kostnað við afreks/landsliðsstarfið.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira