Alþjóðakjarnorkustofnunin segir að dróninn hafi flogið á steinhvelfinguna um kjarnaofna þess rétt fyrir klukkan tvö að staðartíma í nótt. Ekkert bendi til þess að innra byrði hvelfingarinnar hafi brostið og aukin geislun hefur ekki mælst í kjölfarið.
Rússar hafa ekkert gefið út um málið. AP-fréttastofan segir ekki mögulega að sannreyna fullyrðingar Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraína, um að Rússar bæru ábyrgð. Úkraínumenn segjast ætla að afhenda fulltrúum Bandaríkjastjórnar upplýsingar um árásina á kjarnorkuverið á alþjóðlegri öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag.
During the night of 13-14 Feb, at around 01:50, IAEA team at the Chornobyl site heard an explosion coming from the New Safe Confinement, which protects the remains of reactor 4 of the former Chornobyl NPP, causing a fire. They were informed that a UAV had struck the NSC roof. pic.twitter.com/Ee5NSRgDo8
— IAEA - International Atomic Energy Agency ⚛️ (@iaeaorg) February 14, 2025
Steinsteypuhvelfingin sem dróninn flaug á var reist utan um kjarnaofn númer fjögur sem sprakk í versta kjarnorkuslysi sögunnar árið 1986. Hún á að koma í veg fyrir frekari geislunarmengun frá kjarnaofninum.
Rafael Rossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði á samfélagmiðli að árásin á Tsjernobyl og vaxandi hernaðarumsvif í kringum kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu undirstrikuðu viðvarandi kjarnorkuhættu. Mikill viðbúnaður væri hjá stofnuninni vegna hennar.