Shamrock Rovers fór til Noregs og vann 1-0 sigur þökk sé sigurmarki stráksins. Þetta var hans fyrsti leikur með aðalliðinu.
Noonan var aðeins sextán ára og 197 daga gamall í gær og með því að skora þetta mark varð hann yngsti leikmaðurinn til að skora í aðalhluta Evrópukeppni.
Hér eru ekki teknar með undankeppnirnar. Gamla metið var í eigu Romelu Lukaku frá árinu 2009. Hann var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í Evrópudeildinni.
Breskir miðlar hafa vakið athygli á því að strákurinn var mættur í skólann daginn eftir. Móðir hans sýndi mynd af honum með skólatöskuna eftir að hún skutlaði honum í skólann. Hann hefur örugglega samt verið hrókur alls fagnaðar hjá samnemendum sinum.
Strákurinn hlýtur að hafa fengið líka konunglegar móttökur frá kennurum sínum. Það er því varla hægt að ímynda sér hvernig það var að vera Noonan í skólanum í dag.