Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 22:02 Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Reykjavíkurflugvöllur Lilja Rafney Magnúsdóttir Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar