Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 09:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í leiknum gegn ÍA í lokaumferð Bestu deildarinnar síðasta haust. vísir/Anton Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira