Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:55 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins. Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins.
Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira