Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar 16. febrúar 2025 09:02 Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi. Þetta er reyndar að vissu leyti sami hópurinn því almenningur á beint eða óbeint tæplega 3/4 af fjármálakerfinu í gegnum eignarhald ríkis og lífeyrissjóða. Ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði ætti almenningur þannig með óbeinum hætti, í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði, meirihluta í sameinuðum banka. Mikilvægt að ræða Íslandsálagið og leiðir til að draga úr því neytendum í hag Undir lok síðasta árs birti ég tvær greinar hér á visir.is þar sem ég fjallaði um vaxtamál og Íslandsálagið, þ.e. ástæður þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þar kom fram að stærsti hluti Íslandsálagsins felst í þeim sérstöku reglum og álögum sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja á fjármálaþjónustu. Markmið okkar í Arion banka með greinarskrifunum var að benda á að ef vilji væri fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum væri unnt að lækka vaxtastig hér á landi. Þannig vildum við vekja athygli á þeim séríslensku aðstæðum og álögum sem hafa í för með sér beinan kostnað fyrir neytendur ásamt því að stuðla að málefnalegri umræðu um fjármálakerfið og framtíð þess. Hlutfallslega dýrt að starfrækja þrjá kerfislega mikilvæga banka í smáu hagkerfi Segja má að þetta skref nú – að lýsa yfir áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka – sé rökrétt framhald af greinarskrifum okkar á síðasta ári. Umtalsverður kostnaður og óhagræði fylgir því að starfrækja þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki samkvæmt evrópskri löggjöf. Þeir þurfa allir að uppfylla flókið og umfangsmikið regluverk sem er samið með miklu stærri fjármálafyrirtæki í huga – til viðbótar við hinar séríslensku reglur og álögur. Mér vitanlega eru engar aðrar smáar þjóðir sem starfrækja þrjá kerfislega mikilvæga banka sem nær einvörðungu starfa á innanlandsmarkaði. Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum. Neytendur, hluthafar og samfélagið bera þann kostnað með einum eða öðrum hætti og hann er sannarlega hluti af Íslandsálaginu. Samruninn myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun. Við gerum okkur grein fyrir því að ef til þess kemur að Samkeppniseftirlitið tæki samruna bankanna til umfjöllunar yrði honum sett skilyrði sem hefðu það meðal annars að markmiði að tryggja virka samkeppni á fjármálamörkuðum til framtíðar. Það er reyndar staðreynd að samkeppni á íslenskum fjármálamörkuðum hefur aukist umtalsvert á aðeins áratug eða svo. Í fyrsta lagi má nefna sátt viðskiptabankanna við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2017 sem að mörgu leyti efldi samkeppni á íbúðalánamarkaði. Í öðru lagi evrópskt regluverk sem fjármálafyrirtæki starfa eftir og hefur það meginmarkmið að efla samkeppni og styðja við nýja aðila á markaði og í þriðja lagi þá hröðu tækniþróun sem hefur umbreytt fjármálaþjónustu á undanförnum árum og auðveldað nýjum aðilum að hasla sér völl. Í þessu sambandi er rétt að nefna könnun varðandi hreyfanleika neytenda á fjármálamörkuðum sem Gallup framkvæmdi á síðasta ári fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og borin var saman við sambærilega könnun Evrópuráðsins á hreyfanleika neytenda í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Niðurstaða þess samanburðar var skýr: Hreyfanleiki neytenda í Evrópu var mestur hér á landi. Könnunin tók meðal annars til þjónustu eins og sparnaðar, íbúðalána og greiðslukorta. Með öðrum orðum er samkeppni á íslenskum fjármálamörkuðum virkari en annars staðar í Evrópu. Ávinningur neytenda að lágmarki 50 milljarðar á 10 ára tímabili Sameinaður banki gæti veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki. Hagfellt fyrir hluthafa: íslenska ríkið, lífeyrissjóði og almenning Við bjóðum hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5% í bankanum, 5% yfirverð á markaðsvirði bankans, komi til samruna. Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka. Leiðin er fær – ef vilji er fyrir hendi Eins og við kynntum á síðasta ári leiðir til að lækka vaxtastig hér á landi höfum við nú kynnt leið til að draga umtalsvert úr kostnaði í íslensku fjármálakerfi. Við erum sannfærð um að neytendur, hluthafar og í raun samfélagið allt myndu njóta góðs af sameinuðum banka og þar með af betra og skilvirkara fjármálakerfi sem gæti enn betur stutt við íslensk heimili, innviðauppbyggingu og vöxt efnahagslífsins. Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur. Fyrir áhugasama þá má hér finna bréfið sem Arion banki sendi Íslandsbanka í gær og birt var í kauphöll. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi. Þetta er reyndar að vissu leyti sami hópurinn því almenningur á beint eða óbeint tæplega 3/4 af fjármálakerfinu í gegnum eignarhald ríkis og lífeyrissjóða. Ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði ætti almenningur þannig með óbeinum hætti, í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði, meirihluta í sameinuðum banka. Mikilvægt að ræða Íslandsálagið og leiðir til að draga úr því neytendum í hag Undir lok síðasta árs birti ég tvær greinar hér á visir.is þar sem ég fjallaði um vaxtamál og Íslandsálagið, þ.e. ástæður þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þar kom fram að stærsti hluti Íslandsálagsins felst í þeim sérstöku reglum og álögum sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja á fjármálaþjónustu. Markmið okkar í Arion banka með greinarskrifunum var að benda á að ef vilji væri fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum væri unnt að lækka vaxtastig hér á landi. Þannig vildum við vekja athygli á þeim séríslensku aðstæðum og álögum sem hafa í för með sér beinan kostnað fyrir neytendur ásamt því að stuðla að málefnalegri umræðu um fjármálakerfið og framtíð þess. Hlutfallslega dýrt að starfrækja þrjá kerfislega mikilvæga banka í smáu hagkerfi Segja má að þetta skref nú – að lýsa yfir áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka – sé rökrétt framhald af greinarskrifum okkar á síðasta ári. Umtalsverður kostnaður og óhagræði fylgir því að starfrækja þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki samkvæmt evrópskri löggjöf. Þeir þurfa allir að uppfylla flókið og umfangsmikið regluverk sem er samið með miklu stærri fjármálafyrirtæki í huga – til viðbótar við hinar séríslensku reglur og álögur. Mér vitanlega eru engar aðrar smáar þjóðir sem starfrækja þrjá kerfislega mikilvæga banka sem nær einvörðungu starfa á innanlandsmarkaði. Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum. Neytendur, hluthafar og samfélagið bera þann kostnað með einum eða öðrum hætti og hann er sannarlega hluti af Íslandsálaginu. Samruninn myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun. Við gerum okkur grein fyrir því að ef til þess kemur að Samkeppniseftirlitið tæki samruna bankanna til umfjöllunar yrði honum sett skilyrði sem hefðu það meðal annars að markmiði að tryggja virka samkeppni á fjármálamörkuðum til framtíðar. Það er reyndar staðreynd að samkeppni á íslenskum fjármálamörkuðum hefur aukist umtalsvert á aðeins áratug eða svo. Í fyrsta lagi má nefna sátt viðskiptabankanna við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2017 sem að mörgu leyti efldi samkeppni á íbúðalánamarkaði. Í öðru lagi evrópskt regluverk sem fjármálafyrirtæki starfa eftir og hefur það meginmarkmið að efla samkeppni og styðja við nýja aðila á markaði og í þriðja lagi þá hröðu tækniþróun sem hefur umbreytt fjármálaþjónustu á undanförnum árum og auðveldað nýjum aðilum að hasla sér völl. Í þessu sambandi er rétt að nefna könnun varðandi hreyfanleika neytenda á fjármálamörkuðum sem Gallup framkvæmdi á síðasta ári fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og borin var saman við sambærilega könnun Evrópuráðsins á hreyfanleika neytenda í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Niðurstaða þess samanburðar var skýr: Hreyfanleiki neytenda í Evrópu var mestur hér á landi. Könnunin tók meðal annars til þjónustu eins og sparnaðar, íbúðalána og greiðslukorta. Með öðrum orðum er samkeppni á íslenskum fjármálamörkuðum virkari en annars staðar í Evrópu. Ávinningur neytenda að lágmarki 50 milljarðar á 10 ára tímabili Sameinaður banki gæti veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki. Hagfellt fyrir hluthafa: íslenska ríkið, lífeyrissjóði og almenning Við bjóðum hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5% í bankanum, 5% yfirverð á markaðsvirði bankans, komi til samruna. Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka. Leiðin er fær – ef vilji er fyrir hendi Eins og við kynntum á síðasta ári leiðir til að lækka vaxtastig hér á landi höfum við nú kynnt leið til að draga umtalsvert úr kostnaði í íslensku fjármálakerfi. Við erum sannfærð um að neytendur, hluthafar og í raun samfélagið allt myndu njóta góðs af sameinuðum banka og þar með af betra og skilvirkara fjármálakerfi sem gæti enn betur stutt við íslensk heimili, innviðauppbyggingu og vöxt efnahagslífsins. Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur. Fyrir áhugasama þá má hér finna bréfið sem Arion banki sendi Íslandsbanka í gær og birt var í kauphöll. Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun