Hver einasta mínúta skipti máli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. febrúar 2025 21:54 Bernharð á leið til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Aðsend Móðir langveiks barns hefur miklar áhyggjur af lokun flugbrauta Reykjavíkurflugvalla. Fjölskyldan hafi oft þurft að nýta sér sjúkraflug þar sem hver mínúta skipti máli. Í einlægri færslu á Facebook deilir Bylgja Finnsdóttir áhyggjum sínum um framtíð Reykjavíkurflugvallar en fjölskylda hennar hefur ítrekað þurft að nýta sér sjúkraflug vegna alvarlegra veikinda Bernharðs, sonar hennar. „Það er fyrsta skipti sem hann er floginn suður er eftir að hann fæðist. Svo hefur það verið í flogum aðallega, þangað til í fyrra, sem þarf að fljúga með hann suður og svæfa hann,“ segir Bylgja í samtali við fréttastofu. „Síðustu þrjú ár, í janúar og febrúar, höfum við fjölskyldan þurft að nota sjúkraflug til Reykjavíkur vegna alvarlegra veikinda. Nú ári eftir veikindi Bernharðs þar sem 8. febrúar nálgaðist okkur með öllum þeim tilfinningum sem þeim degi fylgja, þá fylgdi líka óöryggi og vanmáttur, vegna þess að sama dag var tveimur flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli LOKAÐ. Flugvöllur sem skiptir okkur gríðarlegu máli,“ skrifar Bylgja. Annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað fyrr í mánuðinum þar sem að tré í Öskjuhlíð skyggja á brautina. Fyrstu trén voru felld í síðustu viku en hugsanlega þarf alls að fella um fimm hundruð tré. Fylgdust stöðugt með staðsetningu flugvélarinnar Bernharð fæddist með genagalla en vegna hans glímir Bernharð við flogaveiki og alls konar fylgikvilla. Á síðasta ári veiktist Bernharð síðan alvarlega af lungnabólgu og þurfti að flytja hann í skyndi til Reykjavíkur. „Þegar búið var að kalla út sjúkraflug fyrir Bernharð 8. febrúar fyrir ári síðan var hjúkrunarfræðingur stöðugt að fylgjast með staðsetningu flugvélarinnar, sem var að flytja annan sjúkling, hún fór endalaust á milli í gluggann að fylgjast með vélinni og fara fram í tölvuna að kanna staðsetningu vélarinnar. Það braust út mikil gleði meðal starfsfólksins þegar ljóst var að fyrri sjúklingurinn var ekki að fara suður heldur á Akureyri svo vélin var tilbúin að taka við okkur strax,“ skrifar Bylgja. „Þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir alvarleikanum öllum í einu og ég áttaði mig á því svona eftir á hvað var mikið panikk á starfsfólki sjúkrahússins að fylgjast með fluginu og hvað lá mikið á að við kæmust í þetta flug,“ segir Bylgja. Mikill vökvi var í kringum lunga Bernharðs sem ýtti líffærum hans til hliðar. Veikindin voru það langt komin að læknarnir voru tilbúnir að svæfa hann og setja í öndunarvél. Hann var fluttur með skyndi til Reykjavíkur og fór beint í aðgerð til að fjarlægja vökvann. „Þegar við vorum að nálgast Reykjavík var læknirinn orðinn órólegur og sagði mér að hann hefði hringt suður og beðið allt teymið sem ætti að taka á móti okkur að vera tilbúið að koma út á flugvöll ef þess þyrfti og undirbjó mig fyrir það sem biði okkar,“ skrifar Bylgja. „Leiðin er stutt frá flugvellinum frá spítalann en hún er samt löng þegar maður þarf að komast inn í öruggar hendur sem fyrst,“ segir hún. Það sé galið að ætla setja tré í forgang og bæta þar af leiðandi mínútum við ferðalagið sem sé nú þegar of langt. Bætist við daglegu áhyggjurnar „Þetta er gríðarlega mikilvægt að sérstaklega að flugvöllurinn verði ekki færður og maður er núna að horfa upp á flugbrautir eru lokaðar og óvíst að sjúkraflug geti lent,“ segir Bylgja. Hún segir það erfitt að horfa upp á lokanir þegar hún viti af eigin reynslu að aðgengið sé lífsnauðsynlegt. Hver einasta mínúta skipti máli. „Að búa núna við það óöryggi að sjúkraflug sem maður þarf að stóla á geti ekki lent á Reykjavíkurflugvelli á ekki að bætast á þær áhyggjur daglegs lífs að eiga langveikt barn á landsbyggðinni,“ skrifar Bylgja. Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í einlægri færslu á Facebook deilir Bylgja Finnsdóttir áhyggjum sínum um framtíð Reykjavíkurflugvallar en fjölskylda hennar hefur ítrekað þurft að nýta sér sjúkraflug vegna alvarlegra veikinda Bernharðs, sonar hennar. „Það er fyrsta skipti sem hann er floginn suður er eftir að hann fæðist. Svo hefur það verið í flogum aðallega, þangað til í fyrra, sem þarf að fljúga með hann suður og svæfa hann,“ segir Bylgja í samtali við fréttastofu. „Síðustu þrjú ár, í janúar og febrúar, höfum við fjölskyldan þurft að nota sjúkraflug til Reykjavíkur vegna alvarlegra veikinda. Nú ári eftir veikindi Bernharðs þar sem 8. febrúar nálgaðist okkur með öllum þeim tilfinningum sem þeim degi fylgja, þá fylgdi líka óöryggi og vanmáttur, vegna þess að sama dag var tveimur flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli LOKAÐ. Flugvöllur sem skiptir okkur gríðarlegu máli,“ skrifar Bylgja. Annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað fyrr í mánuðinum þar sem að tré í Öskjuhlíð skyggja á brautina. Fyrstu trén voru felld í síðustu viku en hugsanlega þarf alls að fella um fimm hundruð tré. Fylgdust stöðugt með staðsetningu flugvélarinnar Bernharð fæddist með genagalla en vegna hans glímir Bernharð við flogaveiki og alls konar fylgikvilla. Á síðasta ári veiktist Bernharð síðan alvarlega af lungnabólgu og þurfti að flytja hann í skyndi til Reykjavíkur. „Þegar búið var að kalla út sjúkraflug fyrir Bernharð 8. febrúar fyrir ári síðan var hjúkrunarfræðingur stöðugt að fylgjast með staðsetningu flugvélarinnar, sem var að flytja annan sjúkling, hún fór endalaust á milli í gluggann að fylgjast með vélinni og fara fram í tölvuna að kanna staðsetningu vélarinnar. Það braust út mikil gleði meðal starfsfólksins þegar ljóst var að fyrri sjúklingurinn var ekki að fara suður heldur á Akureyri svo vélin var tilbúin að taka við okkur strax,“ skrifar Bylgja. „Þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir alvarleikanum öllum í einu og ég áttaði mig á því svona eftir á hvað var mikið panikk á starfsfólki sjúkrahússins að fylgjast með fluginu og hvað lá mikið á að við kæmust í þetta flug,“ segir Bylgja. Mikill vökvi var í kringum lunga Bernharðs sem ýtti líffærum hans til hliðar. Veikindin voru það langt komin að læknarnir voru tilbúnir að svæfa hann og setja í öndunarvél. Hann var fluttur með skyndi til Reykjavíkur og fór beint í aðgerð til að fjarlægja vökvann. „Þegar við vorum að nálgast Reykjavík var læknirinn orðinn órólegur og sagði mér að hann hefði hringt suður og beðið allt teymið sem ætti að taka á móti okkur að vera tilbúið að koma út á flugvöll ef þess þyrfti og undirbjó mig fyrir það sem biði okkar,“ skrifar Bylgja. „Leiðin er stutt frá flugvellinum frá spítalann en hún er samt löng þegar maður þarf að komast inn í öruggar hendur sem fyrst,“ segir hún. Það sé galið að ætla setja tré í forgang og bæta þar af leiðandi mínútum við ferðalagið sem sé nú þegar of langt. Bætist við daglegu áhyggjurnar „Þetta er gríðarlega mikilvægt að sérstaklega að flugvöllurinn verði ekki færður og maður er núna að horfa upp á flugbrautir eru lokaðar og óvíst að sjúkraflug geti lent,“ segir Bylgja. Hún segir það erfitt að horfa upp á lokanir þegar hún viti af eigin reynslu að aðgengið sé lífsnauðsynlegt. Hver einasta mínúta skipti máli. „Að búa núna við það óöryggi að sjúkraflug sem maður þarf að stóla á geti ekki lent á Reykjavíkurflugvelli á ekki að bætast á þær áhyggjur daglegs lífs að eiga langveikt barn á landsbyggðinni,“ skrifar Bylgja.
Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira