Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Ronaldo var gestur í hlaðvarpi annarrar brasilískrar goðsagnar, Romario. Angel Martinez/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazário fer ekki sérlega fögrum orðum um Danann Thomas Gravesen. Þeir léku saman hjá Real Madrid fyrir tveimur áratugum. Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn