Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:59 Axel Sigurðsson hefur ekki setið auðum höndum í dag en hann var í óða önn við að undirbúa opnun Bláhornsins þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. Axel og fjölskylda hans tóku við lyklunum af fyrri eigendum verslunarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni. „Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár. Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
„Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár.
Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira