Ragna Árnadóttir hættir á þingi Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2025 13:32 Ragna Árnadóttir hefur staðið sig vel sem skrifstofustjóri Alþingis og þarna tekur hún nýja þingmenn í kennslu. vísir/vilhelm Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Ragna sendi bréf til þingmanna og starfsfólks Alþingis þar sem þetta kemur fram: „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019.“ Ragna lætur það fljóta með að þar sem hún láti ekki af fyrr en eftir hálft ár þá sé þetta bréf hennar ekki kveðjupóstur. Fjölbreyttur starfsferill Uppfært 13:55 Landsnet hefur nú sent út tilkynningu þar sem þetta kemur fram og að hún hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda. Þar segir einnig að hún hafi meðal annars verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. „Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá HáskólaÍslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár.Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Undanfarin rúm fimm ár hefur Ragna verið skrifstofustjóri Alþingis og leitt breytingarvegferð á skipulagi og rekstri skrifstofu Alþingis.“ Eins og áður sagði tekur Ragna við starfi forstjóra Landsnets 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri lætur af störfum. Kraftmikil kona stýrir mikilvægu fyrirtæki Í tilkynningunni er vitnað í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, stjórnarformann Landsnets, sem segir það mikið fagnaðarefni að fá Rögnu til liðs við sterkt teymi starfsfólks fyrirtækisins. „Hún hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu. Auk þess hefur hún verið farsæll stjórnandi með yfirburðaþekkingu á íslensku samfélagi og orkumálum. Við erum afar ánægð að fá jafn kraftmikla konu og hana til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki og bjóðum hana velkomna til Landsnets.“ Einnig er vitnað í Rögnu sem segir skipta sköpum að fyrirtækinu gangi vel í að byggja upp flutningskerfið til að mæta bæði áskorunum samtímans og framtíðarinnar. „Fyrir mig eru það mikil forréttindi að fá að leiða þetta öfluga teymi hjá Landsneti og leggja með þeim drög að framtíðinni og frekari árangri sem stuðlar að bættum lífsgæðum þjóðarinnar með öruggri og aðgengilegri orku.“ Alþingi Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Ragna sendi bréf til þingmanna og starfsfólks Alþingis þar sem þetta kemur fram: „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019.“ Ragna lætur það fljóta með að þar sem hún láti ekki af fyrr en eftir hálft ár þá sé þetta bréf hennar ekki kveðjupóstur. Fjölbreyttur starfsferill Uppfært 13:55 Landsnet hefur nú sent út tilkynningu þar sem þetta kemur fram og að hún hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda. Þar segir einnig að hún hafi meðal annars verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. „Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá HáskólaÍslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár.Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Undanfarin rúm fimm ár hefur Ragna verið skrifstofustjóri Alþingis og leitt breytingarvegferð á skipulagi og rekstri skrifstofu Alþingis.“ Eins og áður sagði tekur Ragna við starfi forstjóra Landsnets 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri lætur af störfum. Kraftmikil kona stýrir mikilvægu fyrirtæki Í tilkynningunni er vitnað í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, stjórnarformann Landsnets, sem segir það mikið fagnaðarefni að fá Rögnu til liðs við sterkt teymi starfsfólks fyrirtækisins. „Hún hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu. Auk þess hefur hún verið farsæll stjórnandi með yfirburðaþekkingu á íslensku samfélagi og orkumálum. Við erum afar ánægð að fá jafn kraftmikla konu og hana til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki og bjóðum hana velkomna til Landsnets.“ Einnig er vitnað í Rögnu sem segir skipta sköpum að fyrirtækinu gangi vel í að byggja upp flutningskerfið til að mæta bæði áskorunum samtímans og framtíðarinnar. „Fyrir mig eru það mikil forréttindi að fá að leiða þetta öfluga teymi hjá Landsneti og leggja með þeim drög að framtíðinni og frekari árangri sem stuðlar að bættum lífsgæðum þjóðarinnar með öruggri og aðgengilegri orku.“
Alþingi Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira