Ekkert annað húsnæði komi til greina Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir ekkert annað húsnæði koma til greina. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. Um helgina greindi mbl.is frá neyðarvistun barna á lögreglustöðinni í Flatahrauni. Börnin, sem séu allt niður í þrettán ára gömul, séu látin dúsa í fangaklefa og sofa á þunnum plastdýnum. Að sögn Ásthildar þarf aðstaðan að vera svo búin þar sem engir munir mega vera inni í rýminu sem börnin geti nýtt í að skaða sig eða aðra. „Það sem um er að ræða er að það þarf aðstöðu fyrir börn þegar þau eru í þannig ástandi að þau geta valdið sjálfum sér eða öðrum skaða,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra. Neyðarvistun fyrir ungmennin hafi áður verið á Stuðlum en þeirri álmu var lokað eftir að það kviknaði í húsinu. „Það er ástæðan fyrir þessu en þetta er algjört neyðarúrræði. Það er neyðarástand í þessum málum, það fer ekki á milli mála. Það skiptir líka máli að þetta rými er sem betur fer ekki mikið notað og það er ekkert barn þar lengi,“ segir Ásthildur Lóa. Þá sé alltaf eftirlitsmaður frá Stuðlum á svæðinu fyrir barnið. Verið sé að leita annarra lausna. „Það er verið að vinna í þessum málum núna og það þarf að fara í langtímavegferð til þess að finna lausnir á þessu. Fólk er að gera allt sem það getur í þessum málum, þetta er ekki ásættanlegt en þetta stafar meðal annars út af því að við misstum þarna rými á Stuðlum og það var ekki fyrirsjáanlegt,“ segir Ásthildur Lóa. „Það er náttúrulega verið að leita lausna og svo er líka, hvað er annað til? Það hefur ekki ennþá fundist hentugt húsnæði fyrir það.“ Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Sjá meira
Um helgina greindi mbl.is frá neyðarvistun barna á lögreglustöðinni í Flatahrauni. Börnin, sem séu allt niður í þrettán ára gömul, séu látin dúsa í fangaklefa og sofa á þunnum plastdýnum. Að sögn Ásthildar þarf aðstaðan að vera svo búin þar sem engir munir mega vera inni í rýminu sem börnin geti nýtt í að skaða sig eða aðra. „Það sem um er að ræða er að það þarf aðstöðu fyrir börn þegar þau eru í þannig ástandi að þau geta valdið sjálfum sér eða öðrum skaða,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra. Neyðarvistun fyrir ungmennin hafi áður verið á Stuðlum en þeirri álmu var lokað eftir að það kviknaði í húsinu. „Það er ástæðan fyrir þessu en þetta er algjört neyðarúrræði. Það er neyðarástand í þessum málum, það fer ekki á milli mála. Það skiptir líka máli að þetta rými er sem betur fer ekki mikið notað og það er ekkert barn þar lengi,“ segir Ásthildur Lóa. Þá sé alltaf eftirlitsmaður frá Stuðlum á svæðinu fyrir barnið. Verið sé að leita annarra lausna. „Það er verið að vinna í þessum málum núna og það þarf að fara í langtímavegferð til þess að finna lausnir á þessu. Fólk er að gera allt sem það getur í þessum málum, þetta er ekki ásættanlegt en þetta stafar meðal annars út af því að við misstum þarna rými á Stuðlum og það var ekki fyrirsjáanlegt,“ segir Ásthildur Lóa. „Það er náttúrulega verið að leita lausna og svo er líka, hvað er annað til? Það hefur ekki ennþá fundist hentugt húsnæði fyrir það.“
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Sjá meira