„Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Danijel Dejan Djuric faðmar liðsfélaga sína á æfingu Víkinga í gær eftir að hafa sagt þeim að hann færi á förum. @vikingurfc Danijel Dejan Djuric var staddur út í Grikklandi með Víkingsliðinu þegar það var staðfest að félagið hafði selt hann til króatíska félagsins NK Istra. Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira