Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 09:40 Mordechai Brafman ók um Miami Beach og taldi sig hafa séð tvo Palestínubúa. Hann stoppaði bílinn, steig út og skaut sautján sinnum á bíl mannanna sem reyndust vera Ísraelar. Getty Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023.
Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira