Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:47 Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar segist hafa fengið ávítur frá Bryndísi Haladsdóttur þingmanni SJálfstæðisflokksins vegna klæðaburðar í gær. Hún segist þó einungis hafa veitt Sigmari Guðmundssyni þingflokksformanni kurteisislegar ábendingar. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar virðist ekki hafa sagt endanlega skilið við grínið þrátt fyrir að hafa tekið sæti á Alþingi. Hann gantaðist með atvik gærdagsins í pontu í dag eftir að hafa fengið skammir í hattinn fyrir að klæðast gallabuxum á þingfundi gærdagsins. Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni. Alþingi Viðreisn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni.
Alþingi Viðreisn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira