Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 07:01 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola eru ólíkar týpur en einstaklega færir í sínu starfi. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir engar líkur að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, trúi því að Englandsmeistarar City eigi aðeins eitt prósent möguleika á að fara áfram úr einvígi liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Sjá meira
Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Sjá meira