Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 22:22 Alphonso Davies fagnar markinu sem kom Bayern áfram. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49