Ofurstinn flytur til Texas Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 09:58 Andlit Sanders ofursta prýðir um þrjátíu þúsund skyndibitastaði víðsvegar um heiminn. Hann stofnaði KFC í Kentycky en nú stendur til að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins til Texas. EPA/FAZRY ISMAIL Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky. Um er að ræða lið í áætlun um að hafa tvær höfuðstöðvar. KFC og Pizza Hut verða í Plano en Taco Bell og Habit Burger & Grill verða í Irvine í Kaliforníu, samkvæmt yfirlýsingu. Þar segir einnig að KFC sé ekki alfarið að segja skilið við Kentucky. Áfram verði rekin skrifstofa í Louisville. Fjölmörg fyrirtæki Bandaríkjanna hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Texas á undanförnum árum vegna hagstæðra fyrirtækjaskatta og stefnumála sem þykja vinveitt stórum fyrirtækjum. Flutningar fyrirtækja hafa verið sérstaklega tíðir eftir faraldur Covid. BBC hefur þó eftir Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, að hann sé vonsvikinn með þessa ákvörðun og segist viss um að Harland David Sanders, ofursti og stofnandi KFC, hefði einnig verið ósáttur. Ofurstatitill Sanders var heiðurstign sem hann hlaut af þáverandi ríkisstjóra Kentucky árið 1935. „Nafn fyrirtækisins byrjar á Kentucky og það hefur markaðssett arfleifð ríkis okkar og menningu með vörum sínum,“ sagði Beshear. Sanders stofnaði KFC á fjórða áratug síðustu aldar þegar hann byrjaði að selja steiktan kjúkling í Corbin í Kentucky. Nú er andlit hans á um þrjátíu þúsund skyndibitastöðum í fleiri en 145 ríkjum um heiminn allan, samkvæmt vef Yum. Bandaríkin Veitingastaðir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Um er að ræða lið í áætlun um að hafa tvær höfuðstöðvar. KFC og Pizza Hut verða í Plano en Taco Bell og Habit Burger & Grill verða í Irvine í Kaliforníu, samkvæmt yfirlýsingu. Þar segir einnig að KFC sé ekki alfarið að segja skilið við Kentucky. Áfram verði rekin skrifstofa í Louisville. Fjölmörg fyrirtæki Bandaríkjanna hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Texas á undanförnum árum vegna hagstæðra fyrirtækjaskatta og stefnumála sem þykja vinveitt stórum fyrirtækjum. Flutningar fyrirtækja hafa verið sérstaklega tíðir eftir faraldur Covid. BBC hefur þó eftir Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, að hann sé vonsvikinn með þessa ákvörðun og segist viss um að Harland David Sanders, ofursti og stofnandi KFC, hefði einnig verið ósáttur. Ofurstatitill Sanders var heiðurstign sem hann hlaut af þáverandi ríkisstjóra Kentucky árið 1935. „Nafn fyrirtækisins byrjar á Kentucky og það hefur markaðssett arfleifð ríkis okkar og menningu með vörum sínum,“ sagði Beshear. Sanders stofnaði KFC á fjórða áratug síðustu aldar þegar hann byrjaði að selja steiktan kjúkling í Corbin í Kentucky. Nú er andlit hans á um þrjátíu þúsund skyndibitastöðum í fleiri en 145 ríkjum um heiminn allan, samkvæmt vef Yum.
Bandaríkin Veitingastaðir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira