Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 20:58 Tíu sveitar- og bæjarstjórar mótmæla lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Samsett Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. „Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
„Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira