Traustið við frostmark Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. febrúar 2025 09:39 Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar. Vísir/Vilhelm Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp um traust almennings til opinberra stofnana. Slíkt traust hefur verið kannað hjá Gallúp um árabil og eru elstu mælingar frá 1993. Listinn er þó ekki tæmandi enda nær hann bara yfir fjórtán stofnanir. Könnunin var gerð 7. til 16. febrúar og var fólk spurt „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“. Hér má sjá þróunina frá árinu 2008.Gallup Langflestir bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar en minnkar það þó um fimm prósentustig milli ára. Þar á eftir koma Lögreglan og Háskóli Íslands en sjö af hverjum tíu bera mikið traust til þeirra. Traust á heilbrigðiskerfið eykst um sex prósentustig milli ára, fer úr 57 prósentum í 63 prósent. Embætti forseta Íslands nýtur mikils trausts hjá sex af hverjum tíu Íslendingum en fellur þó um heil tólf prósentustig milli ára. Stóra breytan þar er sú að síðasta sumar voru forsetakosningar og Halla Tómasdóttir tók við af Guðna Th. Jóhannessyni sem hafði notið mikilla vinsælda. Setning Alþingis í febrúar. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgadóttir Biskup Íslands tóku báðar við embættum sínum í fyrra. Traust til forsetaembættisins minnkar milli ára meðan traust til þjóðkirkjunnar eykst.Vísir/Vilhelm Nokkrir hástökkvarar Rúmur helmingur, 53 prósent, ber mikið traust til umboðsmanns Alþingis og fer það úr 47 prósentum í fyrra. Kristín Benediktsdóttir tók við embættinu í fyrra af Skúla Magnússyni, sem tók síðan sæti við Hæstarétt Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Þessu er öfugt farið hjá ríkissáttasemjara þar sem traust til embættisins minnkar um fimm prósentustig milli ára. Um 49 prósent segjast bera mikið traust til ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson situr í því embætti og hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að miðla málum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Um 45 prósent bera mikið traust til dómkerfisins og eykst það um sex prósentustig milli ára. Þá eykst traust til Seðlabankans töluvert, fer úr 32 prósentum í 43 prósent. Vafalaust spilar þar inn í að Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósentustig síðustu mánuði og verðbólga hjaðnað á sama tíma. Jafnmargir bera mikið traust til þjóðkirkjunnar sem stekkur upp um sextán prósentustig frá síðustu mælingu. Guðrún Karls Helgadóttir tók við embætti biskups síðasta sumar af Agnesi M. Sigurðardóttur sem þótti nokkuð umdeild. Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst hærra í sautján ár. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm Umdeildustu stofnanirnar Tæplega 38 prósent bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er sex prósentustigum færra en í fyrra. Undanfarna mánuði hefur verið töluverður fréttaflutningur um ósætti milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum í kjölfar ummæla hans um hælisleitendur í fyrra. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því. Ríkissaksóknari lýsti vararíkissaksóknara svo vanhæfan í lok síðasta árs þegar sá síðarnefndi snéri til baka eftir hálfs árs leyfi. Hann hefur ekki fengið úthlutað verkefnum síðan þá. Alþingi nýtur mikils trausts um 34 prósents landsmanna sem er sjö prósentustigum fleiri en í síðustu mælingu. Alþingiskosningar fóru fram í nóvember síðastliðnum og kom nýtt Alþingi saman í byrjun febrúar. Traust til bankakerfisins eykst um fjögur prósentustig milli ára, um 21 prósent landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins. Borgarstjórn Reykjavíkur skrapar botninn og minnkar traust til hennar um tíu prósentustig. Nú bera um níu prósent mikið traust til borgarstjórnar og hefur það ekki mælst jafn lítið hásíðan árið 2008. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í byrjun mánaðar og hafa viðræður um myndun nýs meirihluta staðið yfir síðan. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík, sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar og endar sennilega í minnihluta.Vísir/Einar Forseti Íslands Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Þjóðkirkjan Landhelgisgæslan Alþingi Seðlabankinn Skoðanakannanir Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp um traust almennings til opinberra stofnana. Slíkt traust hefur verið kannað hjá Gallúp um árabil og eru elstu mælingar frá 1993. Listinn er þó ekki tæmandi enda nær hann bara yfir fjórtán stofnanir. Könnunin var gerð 7. til 16. febrúar og var fólk spurt „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“. Hér má sjá þróunina frá árinu 2008.Gallup Langflestir bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar en minnkar það þó um fimm prósentustig milli ára. Þar á eftir koma Lögreglan og Háskóli Íslands en sjö af hverjum tíu bera mikið traust til þeirra. Traust á heilbrigðiskerfið eykst um sex prósentustig milli ára, fer úr 57 prósentum í 63 prósent. Embætti forseta Íslands nýtur mikils trausts hjá sex af hverjum tíu Íslendingum en fellur þó um heil tólf prósentustig milli ára. Stóra breytan þar er sú að síðasta sumar voru forsetakosningar og Halla Tómasdóttir tók við af Guðna Th. Jóhannessyni sem hafði notið mikilla vinsælda. Setning Alþingis í febrúar. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgadóttir Biskup Íslands tóku báðar við embættum sínum í fyrra. Traust til forsetaembættisins minnkar milli ára meðan traust til þjóðkirkjunnar eykst.Vísir/Vilhelm Nokkrir hástökkvarar Rúmur helmingur, 53 prósent, ber mikið traust til umboðsmanns Alþingis og fer það úr 47 prósentum í fyrra. Kristín Benediktsdóttir tók við embættinu í fyrra af Skúla Magnússyni, sem tók síðan sæti við Hæstarétt Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Þessu er öfugt farið hjá ríkissáttasemjara þar sem traust til embættisins minnkar um fimm prósentustig milli ára. Um 49 prósent segjast bera mikið traust til ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson situr í því embætti og hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að miðla málum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Um 45 prósent bera mikið traust til dómkerfisins og eykst það um sex prósentustig milli ára. Þá eykst traust til Seðlabankans töluvert, fer úr 32 prósentum í 43 prósent. Vafalaust spilar þar inn í að Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósentustig síðustu mánuði og verðbólga hjaðnað á sama tíma. Jafnmargir bera mikið traust til þjóðkirkjunnar sem stekkur upp um sextán prósentustig frá síðustu mælingu. Guðrún Karls Helgadóttir tók við embætti biskups síðasta sumar af Agnesi M. Sigurðardóttur sem þótti nokkuð umdeild. Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst hærra í sautján ár. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm Umdeildustu stofnanirnar Tæplega 38 prósent bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er sex prósentustigum færra en í fyrra. Undanfarna mánuði hefur verið töluverður fréttaflutningur um ósætti milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum í kjölfar ummæla hans um hælisleitendur í fyrra. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því. Ríkissaksóknari lýsti vararíkissaksóknara svo vanhæfan í lok síðasta árs þegar sá síðarnefndi snéri til baka eftir hálfs árs leyfi. Hann hefur ekki fengið úthlutað verkefnum síðan þá. Alþingi nýtur mikils trausts um 34 prósents landsmanna sem er sjö prósentustigum fleiri en í síðustu mælingu. Alþingiskosningar fóru fram í nóvember síðastliðnum og kom nýtt Alþingi saman í byrjun febrúar. Traust til bankakerfisins eykst um fjögur prósentustig milli ára, um 21 prósent landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins. Borgarstjórn Reykjavíkur skrapar botninn og minnkar traust til hennar um tíu prósentustig. Nú bera um níu prósent mikið traust til borgarstjórnar og hefur það ekki mælst jafn lítið hásíðan árið 2008. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í byrjun mánaðar og hafa viðræður um myndun nýs meirihluta staðið yfir síðan. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík, sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar og endar sennilega í minnihluta.Vísir/Einar
Forseti Íslands Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Þjóðkirkjan Landhelgisgæslan Alþingi Seðlabankinn Skoðanakannanir Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent