Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 11:41 Kfir Bibas var níu mánaða þegar honum og fjölskyldu hans var rænt. AP Meðlimir Hamas-samtakanna afhentu starfsmönnum Rauða krossins lík fjögurra ísraelskra gísla í morgun. Þar á meðal voru lík Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslanna sem Hamas-liðar tóku í Ísrael þann 7. október 2023. Kfir var níu mánaða þegar þeim var rænt. Auk þeirra voru afhent lík móður þeirra, Shiri Bigas og lík Oded Lifschitz. Þegar kisturnar voru afhentar hernum var gerð sprengjuleit í þeim og þær svo fluttar inn í Ísrael, samkvæmt frétt Reuters. Hamas segir Bigas-mæðginin og Lifschitz hafa dáið í loftárás Ísraela í nóvember 2023 en dauði þeirra var aldrei staðfestur af yfirvöldum í Ísrael. Föður drengjanna, Yarden Bibas, var sleppt úr haldi Hamas fyrr í þessum mánuði. Fangaskiptin eru liður í vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela sem felur í sér að þeir skiptast á föngum í nokkrum fösum. Búið er að sleppa nítján Ísraelum, fyrir daginn í dag, og fimm Taílendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamas afhendir lík gísla í skiptunum en talið er að þeir haldi töluverðum fjölda látinna Ísraela. Hamas-liðar eru taldir halda um sextíu gíslum en um helmingur þeirra er talinn látinn. Einnig stendur til að sleppa sex lifandi gíslum á laugardaginn. Í staðinn munu Ísraelar sleppa fjölda Palestínumanna úr haldi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga, að mestu konum og börnum. Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði en það að viðræður um næsta fasa séu ekki byrjaðar hefur meðal annars verið rakið til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að Bandaríkjamenn vilji taka yfir Gasaströndina, og vísa íbúum á brott. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að um 48 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela en stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Kfir var níu mánaða þegar þeim var rænt. Auk þeirra voru afhent lík móður þeirra, Shiri Bigas og lík Oded Lifschitz. Þegar kisturnar voru afhentar hernum var gerð sprengjuleit í þeim og þær svo fluttar inn í Ísrael, samkvæmt frétt Reuters. Hamas segir Bigas-mæðginin og Lifschitz hafa dáið í loftárás Ísraela í nóvember 2023 en dauði þeirra var aldrei staðfestur af yfirvöldum í Ísrael. Föður drengjanna, Yarden Bibas, var sleppt úr haldi Hamas fyrr í þessum mánuði. Fangaskiptin eru liður í vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela sem felur í sér að þeir skiptast á föngum í nokkrum fösum. Búið er að sleppa nítján Ísraelum, fyrir daginn í dag, og fimm Taílendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamas afhendir lík gísla í skiptunum en talið er að þeir haldi töluverðum fjölda látinna Ísraela. Hamas-liðar eru taldir halda um sextíu gíslum en um helmingur þeirra er talinn látinn. Einnig stendur til að sleppa sex lifandi gíslum á laugardaginn. Í staðinn munu Ísraelar sleppa fjölda Palestínumanna úr haldi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga, að mestu konum og börnum. Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði en það að viðræður um næsta fasa séu ekki byrjaðar hefur meðal annars verið rakið til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að Bandaríkjamenn vilji taka yfir Gasaströndina, og vísa íbúum á brott. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að um 48 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela en stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31
Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01