Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir og Þórarinn Guðjónsson skrifa 21. febrúar 2025 08:29 Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar