Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir og Þórarinn Guðjónsson skrifa 21. febrúar 2025 08:29 Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar