Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 15:40 Hermann stígur fram til að ræða málið í von um að eitthvað verði aðhafst í málinu í Breiðholtsskóla. Hermann Austmar á dóttur í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla þar sem hann segir hóp drengja hafa áreitt aðra nemendur bæði andlega og líkamlega. Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið. Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið.
Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp