Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 18:47 Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæran leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni. EPA-EFE/Szymon Labinski Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti mögulega bestu tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í handbolta í vikunni, í sigurleik með liði sínu Wisla Plock. Pólska liðið Plock vann Füchse Berlín frá Þýskalandi 32-27 í gærkvöld. Þetta var afar mikilvægur sigur því Wisla Plock er í harðri baráttu um að komast upp úr A-riðli og í 12-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Viktor átti mjög góðan leik og varði 14 skot í leiknum, eða 34,15%, og skákaði markvörðum Füchse Berlín heldur betur en þeir vörðu samtals níu skot. Ein markvarsla Viktors vakti sérstaka athygli og er númer eitt í myndbandi EHF sem sýnir fimm bestu markvörslur 12. umferðarinnar. Myndbandið má sjá hér að neðan. 𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗦𝗔𝗩𝗘𝗦 – round 12 #CLM➡️ 1. Viktor HALLGRÍMSSON ➡️ 2. Ivan PESIC ➡️ 3. NIKOLA MITREVSKI ➡️ 4. Roland MIKLER ➡️ 5. Sergey HERNANDEZ Fav one? #ehfcl #handball pic.twitter.com/9bJVxL2wDe— EHF Champions League (@ehfcl) February 21, 2025 Viktor fagnaði vel með sínu stuðningsfólki eftir að hafa náð að teygja annan fótinn í boltann en Plock var manni færra á vellinum þegar þetta gerðist, í stöðunni 13-7. Wisla Plock er nú jafnt Pelister frá Norður-Makedóníu að stigum, með átta stig, en með mun betri markatölu og því í 6. sæti A-riðilsins. Það er síðasta sætið inn í 12-liða úrslitin. Tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni sem lýkur 6. mars en hægt er að skoða stöðuna hér. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, segir ekkert fast í hendi varðandi sögusagnir um félagsskipti hans til spænska stórliðsins Barcelona. Hann lætur umboðsmann sinn um þessi mál. 11. febrúar 2025 08:03 Viktor Gísli næst bestur á HM Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira. 4. febrúar 2025 13:15 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Sjá meira
Pólska liðið Plock vann Füchse Berlín frá Þýskalandi 32-27 í gærkvöld. Þetta var afar mikilvægur sigur því Wisla Plock er í harðri baráttu um að komast upp úr A-riðli og í 12-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Viktor átti mjög góðan leik og varði 14 skot í leiknum, eða 34,15%, og skákaði markvörðum Füchse Berlín heldur betur en þeir vörðu samtals níu skot. Ein markvarsla Viktors vakti sérstaka athygli og er númer eitt í myndbandi EHF sem sýnir fimm bestu markvörslur 12. umferðarinnar. Myndbandið má sjá hér að neðan. 𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗦𝗔𝗩𝗘𝗦 – round 12 #CLM➡️ 1. Viktor HALLGRÍMSSON ➡️ 2. Ivan PESIC ➡️ 3. NIKOLA MITREVSKI ➡️ 4. Roland MIKLER ➡️ 5. Sergey HERNANDEZ Fav one? #ehfcl #handball pic.twitter.com/9bJVxL2wDe— EHF Champions League (@ehfcl) February 21, 2025 Viktor fagnaði vel með sínu stuðningsfólki eftir að hafa náð að teygja annan fótinn í boltann en Plock var manni færra á vellinum þegar þetta gerðist, í stöðunni 13-7. Wisla Plock er nú jafnt Pelister frá Norður-Makedóníu að stigum, með átta stig, en með mun betri markatölu og því í 6. sæti A-riðilsins. Það er síðasta sætið inn í 12-liða úrslitin. Tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni sem lýkur 6. mars en hægt er að skoða stöðuna hér.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, segir ekkert fast í hendi varðandi sögusagnir um félagsskipti hans til spænska stórliðsins Barcelona. Hann lætur umboðsmann sinn um þessi mál. 11. febrúar 2025 08:03 Viktor Gísli næst bestur á HM Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira. 4. febrúar 2025 13:15 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Sjá meira
Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, segir ekkert fast í hendi varðandi sögusagnir um félagsskipti hans til spænska stórliðsins Barcelona. Hann lætur umboðsmann sinn um þessi mál. 11. febrúar 2025 08:03
Viktor Gísli næst bestur á HM Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira. 4. febrúar 2025 13:15
Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03