Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 08:30 Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eimskip Samgöngur Vegagerð Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun