Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar 22. febrúar 2025 13:33 Fyrir og eftir Menntaþing í september á síðasta ári, var duglega fírað undir pottum nýbreytni í menntamálum landsins á borð við inngildingu, farsæld, Frigg, valdeflingu, matsferil, heillaspor, landsteymi og memm með tilheyrandi brúarsmíði og tvítyngisráðgjöf fyrir innflytjendur. Þáverandi ráðherra og hans hugmyndateymi hafði vafalaust gengið gott eitt til með slíkum gæðahugmyndum, en óneitanlega svolítið útópískum og á kostnað annarra mikilvægra málaflokka. Nýjum ráðherra mætti þannig urmull potta, sem kraumaði í á hlóðum ráðuneytisins, þegar hún tók við, sumum við það að sjóða upp úr, í öðrum orðið viðbrennt. Í ofanálag biðu hennar risavaxin vandamál eins og ofbeldi í skólum, kennaraverkföll og sívaxandi rekstrarvandi leik- og grunnskóla, sem mátti m.a. rekja til þess glapræðis að færa rekstur skólanna frá ríki til vanmáttugra sveitarfélaga á sínum tíma. Og enn fleiri brekkur eru á vegi nýs ráðherra eins og kulnun kennara, versnandi starfsaðstæður, skortur á skólahúsnæði og úrræðaleysi vegna fjölgunar innflytjenda, sem eru orðnir fjórðungur grunnskólanemenda höfuðborgarinnar með 70 ólík tungumál eins og þekkist í stórborgum heimsins. Brattasta brekkan Þá er ónefnd brattasta brekkan sem blasti við nýjum ráðherra þegar hún tók við: Ókláruð 2. aðgerðaáætlun menntastefnu til ársins 2030 með 20 knappt orðuðum aðgerðum eins og að fjölga kennurum og efla þá í starfi, efla námsgagnaútgáfu, endurskoða mat og eftirlit með skólastarfi o.fl. Ein þessara knappt orðuðu aðgerða „Bættur námsárangur í alþjóðlegum samanburði“ kallar á nánari skoðun. Nú er liðið rúmt ár frá því að niðurstöður PISA 2022 voru birtar, niðurstöður sem staðfestu svo slæma námsstöðu íslenskra unglinga við lok tíu ára skyldunáms að þjóðin stóð á öndinni og haldnir voru fjölmargir fundir. Enn hefur þó ekkert bólað á hugmyndum um hvernig verði unnið að þessum bætta árangri. Það er uggvænlegt af því næsta PISA-könnun verður lögð fyrir eftir nokkra daga og brattasta brekkan því við það að verða ófær. Ungmennaráð Samfés og nýju fötin keisarans Í sögunni um nýju fötin keisarans vogaði sér enginn að nefna þá augljósu staðreynd að keisarinn væri nakinn, þar til barn tók af skarið og benti á það. Má það vera að vandinn við að bæta námsárangur íslenskra nemenda hafi legið í augum uppi eftir allt, en virkaði sem „tabú“ eins og nýju fötin keisarans? Enginn virtist hafa til þess áræði að nefna þennan vanda þar til fulltrúar Ungmennaráðs Samfés stigu fram á Menntaþinginu og bentu á óreiðu og ósamræmi í skipulagi íslenska skólakerfisins, sem ylli nemendum ómældum vanda þegar þeir þyrftu að flytjast á milli skóla. Hér skorti með öðrum orðum miðlæga stýringu á öllum sviðum, sem leiddi eðlilega af sér rótleysi og losarabrag eins og fjölmörg dæmi eru um. Ábendingar ungmennanna voru með öðrum orðum réttmætar, þar sem miðlægt eftirlit hér með samræmdu námsmati var og er enn eins og nýju fötin keisarans. Rannsókn byggð á gögnum úr PISA og TIMSS leiddi í ljós jákvæða fylgni milli miðlægrar stýringar (samræmds námsmats ásamt hóflegri sjálfstjórn skóla) annars vegar og markverðs námsárangurs hins vegar. Sama rannsókn benti til að kerfi eins og það íslenska, án miðlægrar stýringar og samræmds námsmats, byggju á hinn bóginn við slakan námsárangur. Skólinn er ekki eyland Á áðurnefndu Menntaþingi voru þátttakendur beðnir um tilgreina í einu orði hver væri helsti vandi íslenska menntakerfisins og tillögunum varpað upp á skjá. Ýmis orð komu upp svo sem óreiða, kennaraskortur, agaleysi, skipulagsleysi og úrræðaleysi, sem kom vissulega ekki á óvart. En svo undarlega vildi til að orðið „viðskiptaráð“ skaut skyndilega upp kollinum og það í fleiri en einu tilviki. Einhverjir úr stórum hópi fagfólks á þinginu töldu sem sagt Viðskiptaráð Íslands vera „vanda“ sem steðjaði að íslenska skólakerfinu. Síðastliðið sumar höfðu stjórnendur Viðskiptaráðs bent á nokkur atriði sem þeir töldu m.a. skýra umræddan vanda, t.d. að námsárangri íslenskra unglinga í PISA hefði hrakað eftir að samræmd lokapróf voru að fullu aflögð fyrir 17 árum, að nemendum væri mismunað við umsókn í framhaldsskóla með beitingu ósamanburðarhæfra bókstafaeinkunna og að svonefndur Matsferill væri illa skilgreindur og erfitt reyndist að átta sig á gildi hans og hvernig honum yrði beitt. Það síðasttalda var ekki aðeins áhyggjuefni Viðskiparáðs. Samræmt námsmat við lok grunnskóla er jafnréttismál og „besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap“ sbr. orð Pawel Bartoszek alþingismanns. Og nýlega barst formleg tillaga frá Ungmennaráði Reykjavíkur um úttekt á túlkun matsviðmiða aðalnámskrár við lok 10. bekkjar og athugað hvort misræmi sé í einkunnagjöf milli skóla. Að mati undirritaðs voru þetta allt réttmætar ábendingar, sem skólasamfélaginu ætti að vera ljúft og skylt að ræða af yfirvegun og skynsemi. Skólinn er hluti af samfélaginu og því fráleitt að menningu hans (ethos) sé stillt upp sem andhverfu við ríkjandi viðhorf og væntingar (ethos) í samfélaginu. Skólinn er ekki eyland. Svipaða sögu mætti segja um nýja kynfræðslustefnu í samstarfi RÚV og Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Þeir sem gúgla „vika sex“ geta kynnt sér það undur nánar. Eðlilega eru menningarárekstrar orðnir tíðir af þessum sökum milli skóla og tiltekinna innflytjendafjölskyldna. Skólinn er ekki eyland. Matsferill og samræmt námsmat við lok skyldunáms Á vef Stjórnarráðsins má sjá tilkynningu um svonefndan Matsferil. Þar segir að hann skuli koma í stað „gömlu samræmdu prófanna sem voru hætt að þjóna sínum tilgangi“, enda teldu „allir sérfræðingar“ slík próf óheppileg. Fyrrverandi formaður KÍ tók svo til orða að þau hefðu verið „fyrir löngu komin á líknardeildina áður en þau gáfu upp öndina – eins og eldgömul og lúin amma“. Af lýsingu að dæma mun Matsferill virka eins og svissneskur vasahnífur, gæddur óteljandi notkunarmöguleikum og ævinlega með rétta tólið þegar á þarf að halda. Munurinn er þó sá að svissneski hnífurinn leit dagsins ljós fyrir löngu, en Matsferill er enn hugsýn ein; sé honum líkt við fjölnota vasahnífinn mætti kannski segja að tappatogarinn væri rétt að skjóta upp kollinum eins og lítil spíra. Matsferill mun líklega leysa samræmd könnunarpróf af hólmi sem leiðsagnarmat, þ.e. ef hann þá lítur einhvern tíma dagsins ljós. En hann mun ekki koma í stað miðlægra, samræmdra lokaprófa, sem hver og einn nemandi á heimtingu á að gangast undir til að fá áreiðanlegt og réttmætt mat og þar með heiðarlega vottun um námsstöðu sína áður en hann sækir um framhaldsskólanám. Höfundur er fyrrum háskólakennari og sérfræðingur í námskár- og matsfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir og eftir Menntaþing í september á síðasta ári, var duglega fírað undir pottum nýbreytni í menntamálum landsins á borð við inngildingu, farsæld, Frigg, valdeflingu, matsferil, heillaspor, landsteymi og memm með tilheyrandi brúarsmíði og tvítyngisráðgjöf fyrir innflytjendur. Þáverandi ráðherra og hans hugmyndateymi hafði vafalaust gengið gott eitt til með slíkum gæðahugmyndum, en óneitanlega svolítið útópískum og á kostnað annarra mikilvægra málaflokka. Nýjum ráðherra mætti þannig urmull potta, sem kraumaði í á hlóðum ráðuneytisins, þegar hún tók við, sumum við það að sjóða upp úr, í öðrum orðið viðbrennt. Í ofanálag biðu hennar risavaxin vandamál eins og ofbeldi í skólum, kennaraverkföll og sívaxandi rekstrarvandi leik- og grunnskóla, sem mátti m.a. rekja til þess glapræðis að færa rekstur skólanna frá ríki til vanmáttugra sveitarfélaga á sínum tíma. Og enn fleiri brekkur eru á vegi nýs ráðherra eins og kulnun kennara, versnandi starfsaðstæður, skortur á skólahúsnæði og úrræðaleysi vegna fjölgunar innflytjenda, sem eru orðnir fjórðungur grunnskólanemenda höfuðborgarinnar með 70 ólík tungumál eins og þekkist í stórborgum heimsins. Brattasta brekkan Þá er ónefnd brattasta brekkan sem blasti við nýjum ráðherra þegar hún tók við: Ókláruð 2. aðgerðaáætlun menntastefnu til ársins 2030 með 20 knappt orðuðum aðgerðum eins og að fjölga kennurum og efla þá í starfi, efla námsgagnaútgáfu, endurskoða mat og eftirlit með skólastarfi o.fl. Ein þessara knappt orðuðu aðgerða „Bættur námsárangur í alþjóðlegum samanburði“ kallar á nánari skoðun. Nú er liðið rúmt ár frá því að niðurstöður PISA 2022 voru birtar, niðurstöður sem staðfestu svo slæma námsstöðu íslenskra unglinga við lok tíu ára skyldunáms að þjóðin stóð á öndinni og haldnir voru fjölmargir fundir. Enn hefur þó ekkert bólað á hugmyndum um hvernig verði unnið að þessum bætta árangri. Það er uggvænlegt af því næsta PISA-könnun verður lögð fyrir eftir nokkra daga og brattasta brekkan því við það að verða ófær. Ungmennaráð Samfés og nýju fötin keisarans Í sögunni um nýju fötin keisarans vogaði sér enginn að nefna þá augljósu staðreynd að keisarinn væri nakinn, þar til barn tók af skarið og benti á það. Má það vera að vandinn við að bæta námsárangur íslenskra nemenda hafi legið í augum uppi eftir allt, en virkaði sem „tabú“ eins og nýju fötin keisarans? Enginn virtist hafa til þess áræði að nefna þennan vanda þar til fulltrúar Ungmennaráðs Samfés stigu fram á Menntaþinginu og bentu á óreiðu og ósamræmi í skipulagi íslenska skólakerfisins, sem ylli nemendum ómældum vanda þegar þeir þyrftu að flytjast á milli skóla. Hér skorti með öðrum orðum miðlæga stýringu á öllum sviðum, sem leiddi eðlilega af sér rótleysi og losarabrag eins og fjölmörg dæmi eru um. Ábendingar ungmennanna voru með öðrum orðum réttmætar, þar sem miðlægt eftirlit hér með samræmdu námsmati var og er enn eins og nýju fötin keisarans. Rannsókn byggð á gögnum úr PISA og TIMSS leiddi í ljós jákvæða fylgni milli miðlægrar stýringar (samræmds námsmats ásamt hóflegri sjálfstjórn skóla) annars vegar og markverðs námsárangurs hins vegar. Sama rannsókn benti til að kerfi eins og það íslenska, án miðlægrar stýringar og samræmds námsmats, byggju á hinn bóginn við slakan námsárangur. Skólinn er ekki eyland Á áðurnefndu Menntaþingi voru þátttakendur beðnir um tilgreina í einu orði hver væri helsti vandi íslenska menntakerfisins og tillögunum varpað upp á skjá. Ýmis orð komu upp svo sem óreiða, kennaraskortur, agaleysi, skipulagsleysi og úrræðaleysi, sem kom vissulega ekki á óvart. En svo undarlega vildi til að orðið „viðskiptaráð“ skaut skyndilega upp kollinum og það í fleiri en einu tilviki. Einhverjir úr stórum hópi fagfólks á þinginu töldu sem sagt Viðskiptaráð Íslands vera „vanda“ sem steðjaði að íslenska skólakerfinu. Síðastliðið sumar höfðu stjórnendur Viðskiptaráðs bent á nokkur atriði sem þeir töldu m.a. skýra umræddan vanda, t.d. að námsárangri íslenskra unglinga í PISA hefði hrakað eftir að samræmd lokapróf voru að fullu aflögð fyrir 17 árum, að nemendum væri mismunað við umsókn í framhaldsskóla með beitingu ósamanburðarhæfra bókstafaeinkunna og að svonefndur Matsferill væri illa skilgreindur og erfitt reyndist að átta sig á gildi hans og hvernig honum yrði beitt. Það síðasttalda var ekki aðeins áhyggjuefni Viðskiparáðs. Samræmt námsmat við lok grunnskóla er jafnréttismál og „besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap“ sbr. orð Pawel Bartoszek alþingismanns. Og nýlega barst formleg tillaga frá Ungmennaráði Reykjavíkur um úttekt á túlkun matsviðmiða aðalnámskrár við lok 10. bekkjar og athugað hvort misræmi sé í einkunnagjöf milli skóla. Að mati undirritaðs voru þetta allt réttmætar ábendingar, sem skólasamfélaginu ætti að vera ljúft og skylt að ræða af yfirvegun og skynsemi. Skólinn er hluti af samfélaginu og því fráleitt að menningu hans (ethos) sé stillt upp sem andhverfu við ríkjandi viðhorf og væntingar (ethos) í samfélaginu. Skólinn er ekki eyland. Svipaða sögu mætti segja um nýja kynfræðslustefnu í samstarfi RÚV og Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Þeir sem gúgla „vika sex“ geta kynnt sér það undur nánar. Eðlilega eru menningarárekstrar orðnir tíðir af þessum sökum milli skóla og tiltekinna innflytjendafjölskyldna. Skólinn er ekki eyland. Matsferill og samræmt námsmat við lok skyldunáms Á vef Stjórnarráðsins má sjá tilkynningu um svonefndan Matsferil. Þar segir að hann skuli koma í stað „gömlu samræmdu prófanna sem voru hætt að þjóna sínum tilgangi“, enda teldu „allir sérfræðingar“ slík próf óheppileg. Fyrrverandi formaður KÍ tók svo til orða að þau hefðu verið „fyrir löngu komin á líknardeildina áður en þau gáfu upp öndina – eins og eldgömul og lúin amma“. Af lýsingu að dæma mun Matsferill virka eins og svissneskur vasahnífur, gæddur óteljandi notkunarmöguleikum og ævinlega með rétta tólið þegar á þarf að halda. Munurinn er þó sá að svissneski hnífurinn leit dagsins ljós fyrir löngu, en Matsferill er enn hugsýn ein; sé honum líkt við fjölnota vasahnífinn mætti kannski segja að tappatogarinn væri rétt að skjóta upp kollinum eins og lítil spíra. Matsferill mun líklega leysa samræmd könnunarpróf af hólmi sem leiðsagnarmat, þ.e. ef hann þá lítur einhvern tíma dagsins ljós. En hann mun ekki koma í stað miðlægra, samræmdra lokaprófa, sem hver og einn nemandi á heimtingu á að gangast undir til að fá áreiðanlegt og réttmætt mat og þar með heiðarlega vottun um námsstöðu sína áður en hann sækir um framhaldsskólanám. Höfundur er fyrrum háskólakennari og sérfræðingur í námskár- og matsfræðum
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun