Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Nii Lamptey, Ragnar Margeirsson og Michael Noonan eru allir meðal þeirra yngstu sem hafa skorað í Evrópukeppnunum í fótbolta. Getty/Skjámynd/Timarit.is Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu. Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira