Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2025 22:35 Ísraelskir skriðdrekar á leið inn á Vesturbakkann. Ísraelar ætla að halda herliði sínu á Gasa að minnsta kosti út árið. AP Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. Palestínsk yfirvöld hafa lýst aðgerðum Ísraela sem „hættulegri stigmögnun“ á ástandinu. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði að kvíarnar verði færðar út á Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í öllum flóttamannabúðum á svæðinu. „Við munum ekki leyfa íbúum að snúa aftur og við munum ekki leyfa hryðjuverkastarfsemi að snúa aftur og vaxa,“ sagði Katz einnig í yfirlýsingu. Ætlar að halda 620 Palestínubúum áfram í haldi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tilkynnti snemma í morgun að 620 palestínskum föngum verði ekki sleppt úr haldi, eins og lofað var, fyrr en Hamas lætur fleiri ísraelska gísla lausa. „Í sextán ár höfum við beðið eftir þessu og vonað að syni okkar yrði sleppt eins og hinum föngunum og fjölskyldum þeirra. Við vonum enn að það gerist fljótlega. Þjáningarnar í dag eru framhald þjáninganna sem við höfum þolað þau ár sem hann hefur verið í fangelsi,“ sagði Adeeb al-Saifi, faðir fangans Ahmad al-Saifi sem er í haldi Ísraela. Palestínsk kona vonaðist eftir því að endurheimta fjóra fjölskyldumeðlimi úr haldi Ísraela. „Ég bíð eftir fjórum föngum, þremur sonum mínum og manninum mínum. Nafn mannsins míns var á listanum. Ég kom hingað í gær til að bíða eftir lausn þeirra,“ sagði Khitam Abu Qamar um fjölskyldumeðlimi sína. „Við vorum glöð þrátt fyrir kuldann og alla erfiðleikana á leiðinni hingað. Þeim hefur ekki enn verið sleppt. Það varð afturkippur í samkomulaginu og þeim hefur ekki verið sleppt,“ sagði hún einnig. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Palestínsk yfirvöld hafa lýst aðgerðum Ísraela sem „hættulegri stigmögnun“ á ástandinu. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði að kvíarnar verði færðar út á Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í öllum flóttamannabúðum á svæðinu. „Við munum ekki leyfa íbúum að snúa aftur og við munum ekki leyfa hryðjuverkastarfsemi að snúa aftur og vaxa,“ sagði Katz einnig í yfirlýsingu. Ætlar að halda 620 Palestínubúum áfram í haldi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tilkynnti snemma í morgun að 620 palestínskum föngum verði ekki sleppt úr haldi, eins og lofað var, fyrr en Hamas lætur fleiri ísraelska gísla lausa. „Í sextán ár höfum við beðið eftir þessu og vonað að syni okkar yrði sleppt eins og hinum föngunum og fjölskyldum þeirra. Við vonum enn að það gerist fljótlega. Þjáningarnar í dag eru framhald þjáninganna sem við höfum þolað þau ár sem hann hefur verið í fangelsi,“ sagði Adeeb al-Saifi, faðir fangans Ahmad al-Saifi sem er í haldi Ísraela. Palestínsk kona vonaðist eftir því að endurheimta fjóra fjölskyldumeðlimi úr haldi Ísraela. „Ég bíð eftir fjórum föngum, þremur sonum mínum og manninum mínum. Nafn mannsins míns var á listanum. Ég kom hingað í gær til að bíða eftir lausn þeirra,“ sagði Khitam Abu Qamar um fjölskyldumeðlimi sína. „Við vorum glöð þrátt fyrir kuldann og alla erfiðleikana á leiðinni hingað. Þeim hefur ekki enn verið sleppt. Það varð afturkippur í samkomulaginu og þeim hefur ekki verið sleppt,“ sagði hún einnig.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31