Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. febrúar 2025 06:56 Íhaldsmenn voru að vonum glaðir með úrslitin. AP/Martin Meissner Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. CDU/CSU fékk 28,6 prósent atkvæða, sem er rétt undir þeim 30 prósentum sem fylkingunni hafði verið spáð. CDU er flokkur kristilegra demókrata sem býður fram í öllum ríkjum Þýskalands utan Bavaríu, þar sem CSU stillir upp lista. Stóru fréttir kosninganna eru hinsvegar þær að harðlínuflokkurinn AFD, eða Annar kostur fyrir Þýskaland, vann sögulegan sigur. Flokkurinn, sem var stofnaður árið 2013 og náði ekki inn á þing í fyrstu kosningunum sínum, fékk nú rúm 20 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn á þingi. Staðan eftir kosningarnar er sú að í austurhluta landsins ráða AFD nær alfarið ríkjum og eru stærsti flokkurinn þar en í vesturhlutanum eru það kristilegir Demókratar. Sósíaldemókratar, flokkur núverandi kanslara, Olaf Scholz, eru aðeins með sextán prósenta fylgi en Græningjar fengu rúm ellefu prósent og Vinstrimenn tæp níu. Þrátt fyrir sigurinn er Merz ákveðinn vandi á höndum, því hann hefur útilokað að vinna með AFD og leiðtoga þeirra Alice Weidel. Hann hafði því vonast eftir sterku umboði til að mynda stjórn með einum öðrum flokki. Líklegast er að hann reyni að mynda stjórn með Sósíaldemókrötum, flokki Olafs Scholz en það er eini tveggja flokka meirihlutinn í stöðunni. Alice Weidel var sigurreif á kosningakvöldinu og sagði ljóst að Merz muni ekki ganga vel að mynda samsteypustjórn með hinum flokkunum og því verði kosið á ný í Þýskalandi innan tíðar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
CDU/CSU fékk 28,6 prósent atkvæða, sem er rétt undir þeim 30 prósentum sem fylkingunni hafði verið spáð. CDU er flokkur kristilegra demókrata sem býður fram í öllum ríkjum Þýskalands utan Bavaríu, þar sem CSU stillir upp lista. Stóru fréttir kosninganna eru hinsvegar þær að harðlínuflokkurinn AFD, eða Annar kostur fyrir Þýskaland, vann sögulegan sigur. Flokkurinn, sem var stofnaður árið 2013 og náði ekki inn á þing í fyrstu kosningunum sínum, fékk nú rúm 20 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn á þingi. Staðan eftir kosningarnar er sú að í austurhluta landsins ráða AFD nær alfarið ríkjum og eru stærsti flokkurinn þar en í vesturhlutanum eru það kristilegir Demókratar. Sósíaldemókratar, flokkur núverandi kanslara, Olaf Scholz, eru aðeins með sextán prósenta fylgi en Græningjar fengu rúm ellefu prósent og Vinstrimenn tæp níu. Þrátt fyrir sigurinn er Merz ákveðinn vandi á höndum, því hann hefur útilokað að vinna með AFD og leiðtoga þeirra Alice Weidel. Hann hafði því vonast eftir sterku umboði til að mynda stjórn með einum öðrum flokki. Líklegast er að hann reyni að mynda stjórn með Sósíaldemókrötum, flokki Olafs Scholz en það er eini tveggja flokka meirihlutinn í stöðunni. Alice Weidel var sigurreif á kosningakvöldinu og sagði ljóst að Merz muni ekki ganga vel að mynda samsteypustjórn með hinum flokkunum og því verði kosið á ný í Þýskalandi innan tíðar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira