Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar