Innlent

Krist­rún í Kænu­garði og á­tök innan sveitar­fé­laganna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er á meðal fundargesta en hún kom til höfuðborgarinnar í nótt í lest með hinum forsætisráðherrum Norðurlandanna. Í dag eru þrjú ár liðin frá því Rússar hófu innrás sína inn í Úkraínu.

Einnig fjöllum við um launadeilu kennara og átök innan Sambands íslenskra sveitarfélaga en Heiða Björg Hilmisdóttir nýr borgarstjóri hefur látið hafa eftir sér að hún hefði viljað samþykkja innanhússtillögu Ríkissáttasemjara sem lögð var fram á fimmtudag en SÍS hafnaði að lokum.

Að auki fjöllum við áfram um skógarhöggið í  Öskjuhlíðinni en enn liggur ekki fyrir hvort það dugi til að opna flugbrautina sem var lokað á dögunum.

Í íþróttapakkanum er það svo að sjálfsögðu hinn glæsilegi sigur Íslands gegn Tyrklandi í Laugardalshöllinni í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×