Semja um fjögurra milljarða króna lán Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 14:45 Einar Þórarinsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, hefur undirritað sjö ára lánasamning við Ljósleiðarann ehf. til að styðja við fjárfestingar í ljósleiðarakerfinu á Íslandi á árunum 2024 til 2026. Lánið nemur fjórum milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni, móðurfélagi Ljósleiðarans, segir að lánið sé veitt til samfjármögnunar á mikilvægum uppbyggingarverkefnum Ljósleiðarans. Fjármagnið muni renna í áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins, þar á meðal ljósleiðaratenginga við heimili og fyrirtæki, þróun net- og flutningskerfa sem styðji við örugga og skilvirka gagnaflutninga, auk styrkingar á kerfinu. Fjármögnunin sé hluti af nýlegri skuldabréfaútgáfu NIB í íslenskum krónum. Í tilkynningu á vef NIB segir að um sé að ræða 8,5 milljarða svokallað grænt skuldabréf. Starfar á öllum helstu þéttbýlisstöðum Þá segir í tilkynningu að Ljósleiðarinn sé leiðandi fyrirtæki í uppbyggingu stafrænna innviða á Íslandi og starfi nú á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fyrirtækið tengi árlega þúsundir nýrra heimila og vinni með sveitarfélögum að þróunarverkefnum sem styðji við þéttbýlisvöxt og stafræna framtíð landsins. Auk þess gegni Ljósleiðarinn lykilhlutverki í alþjóðlegri tengingu Íslands við umheiminn með rekstri á internetsamböndum til Evrópulanda. Allar framkvæmdir Ljósleiðarans byggi á ábyrgum vinnubrögðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjar tengingar séu lagðar meðfram núverandi flutningsleiðum og byggðum svæðum, sem lágmarki umhverfisáhrif framkvæmda. Forsenda hagvaxtar Haft er eftir André Küüsvek, forstjóra NIB, að fjármögnun Ljósleiðarans styðji við markmið bankans um framleiðniaukningu og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við þessar mikilvægu fjárfestingar í stafrænum innviðum á Íslandi. Sterkir fjarskiptainnviðir eru forsenda hagvaxtar og nýsköpunar, og verkefnið fellur vel að áherslum NIB um sjálfbærni og tæknilega framþróun.“ Þá er haft eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að hann fagni samkomulaginu og telji það styrkja félagið til framtíðar. „Það skiptir miklu máli að Ljósleiðarinn vinni með öflugum og traustum aðila þegar kemur að fjármögnun. Með þessum samningi við NIB tryggjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og getum haldið áfram að byggja upp trausta og örugga innviði fyrir fólkið í landinu bæði þegar kemur að atvinnurekstri og hinu daglega lífi.“ Reykjavík Fjarskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni, móðurfélagi Ljósleiðarans, segir að lánið sé veitt til samfjármögnunar á mikilvægum uppbyggingarverkefnum Ljósleiðarans. Fjármagnið muni renna í áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins, þar á meðal ljósleiðaratenginga við heimili og fyrirtæki, þróun net- og flutningskerfa sem styðji við örugga og skilvirka gagnaflutninga, auk styrkingar á kerfinu. Fjármögnunin sé hluti af nýlegri skuldabréfaútgáfu NIB í íslenskum krónum. Í tilkynningu á vef NIB segir að um sé að ræða 8,5 milljarða svokallað grænt skuldabréf. Starfar á öllum helstu þéttbýlisstöðum Þá segir í tilkynningu að Ljósleiðarinn sé leiðandi fyrirtæki í uppbyggingu stafrænna innviða á Íslandi og starfi nú á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fyrirtækið tengi árlega þúsundir nýrra heimila og vinni með sveitarfélögum að þróunarverkefnum sem styðji við þéttbýlisvöxt og stafræna framtíð landsins. Auk þess gegni Ljósleiðarinn lykilhlutverki í alþjóðlegri tengingu Íslands við umheiminn með rekstri á internetsamböndum til Evrópulanda. Allar framkvæmdir Ljósleiðarans byggi á ábyrgum vinnubrögðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjar tengingar séu lagðar meðfram núverandi flutningsleiðum og byggðum svæðum, sem lágmarki umhverfisáhrif framkvæmda. Forsenda hagvaxtar Haft er eftir André Küüsvek, forstjóra NIB, að fjármögnun Ljósleiðarans styðji við markmið bankans um framleiðniaukningu og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við þessar mikilvægu fjárfestingar í stafrænum innviðum á Íslandi. Sterkir fjarskiptainnviðir eru forsenda hagvaxtar og nýsköpunar, og verkefnið fellur vel að áherslum NIB um sjálfbærni og tæknilega framþróun.“ Þá er haft eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að hann fagni samkomulaginu og telji það styrkja félagið til framtíðar. „Það skiptir miklu máli að Ljósleiðarinn vinni með öflugum og traustum aðila þegar kemur að fjármögnun. Með þessum samningi við NIB tryggjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og getum haldið áfram að byggja upp trausta og örugga innviði fyrir fólkið í landinu bæði þegar kemur að atvinnurekstri og hinu daglega lífi.“
Reykjavík Fjarskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira