Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 24. febrúar 2025 15:30 Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna. Árið 2022 hófst baráttan þegar hafnarverkamenn áttuðu sig á því að hagsmunir þeirra voru ekki nægilega vel tryggðir í samningum sem Efling hafði gert fyrir þeirra hönd. Þeir töldu sig ekki hafa nægilegt vald til að hafa áhrif á samningaviðræður og ákváðu því að stofna sitt eigið félag. Þetta félag skyldi verða rödd þeirra í samningaviðræðum og tryggja að þeirra sjónarmið væru virt. Árin 2023 og 2024 voru krefjandi fyrir hafnarverkamennina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við Eimskip (SA) og Eflingu (ASI) stóðu þeir frammi fyrir hindrunum. Félagið þeirra var ekki viðurkennt sem lögmætur samningsaðili, og því var þeim neitað um þátttöku í formlegum samningaviðræðum. Í stað þess að láta deigan síga ákváðu hafnarverkamenn að leita réttar síns fyrir félagsdómi. Þar var talað um að forgangsréttarákvæði væri í samningum Eflingar og Eimskips sem gerði það að verkum að aðeins eitt stéttarfélag væri á starfsvæði Eimskips, sem er ekki rétt, því þar má finna VR, Eflingu, Rafiðn og fleiri. Ferlið fyrir félagsdómi hefur reynst langt og snúið. Þrátt fyrir að hafa gert þrjár tilraunir til að fá niðurstöðu hefur málið enn ekki verið leyst. Hins vegar er von á að dómur falli á morgun, sem gæti markað tímamót í baráttu hafnarverkamanna, en það er fjórða tilraun þeirra. Á meðan á þessu ferli stendur hafa hafnarverkamenn haldið uppi samstöðu og baráttuvilja. Þeir hafa staðið saman í mótmælum, skrifað greinar og haldið fundi til að vekja athygli á málstað sínum. Þeir hafa einnig leitað stuðnings frá almenningi og öðrum stéttarfélögum, sem hafa sýnt þeim samstöðu og stuðning. Ef dómurinn fellur þeim í hag á morgun gæti það orðið upphafið að nýjum kafla í sögu hafnarverkamanna. Það myndi ekki aðeins viðurkenna félag þeirra sem lögmætan samningsaðila, heldur einnig styrkja stöðu þeirra í framtíðarsamningaviðræðum. En ef málið fellur ekki með hafnarverkamönnum á morgun má með sanni segja að ekki þýði fyrir verkafólk að stofna stéttarfélag heldur aðeins atvinnurekendur, eins og hefur sýnt sig með SVEIT, sem deilur hafa staðið um núna í nokkrar vikur. Það er von mín og ósk að málið verði félag hafnarverkamanna í vil á morgun og þessi barátta, sem hefur verið undanfarin ár, beri árangur. Þetta myndi sýna atvinnurekendum að félagafrelsi er sannarlega til staðar á Íslandi og að ekki sé hægt að skipa fólki að vera í stéttarfélagi sem hentar vinnuveitendum betur. Hver svo sem niðurstaðan verður, þá mun félag hafnarverkamanna halda baráttunni áfram og greinahöfundur setja inn efni reglulega til að minna vinnuveitendur á þá staðreynd að saman erum við sterk. Höfundur er varaformaður Félags Hafnarverkamanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarmál Stéttarfélög Kjaramál Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Sjá meira
Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna. Árið 2022 hófst baráttan þegar hafnarverkamenn áttuðu sig á því að hagsmunir þeirra voru ekki nægilega vel tryggðir í samningum sem Efling hafði gert fyrir þeirra hönd. Þeir töldu sig ekki hafa nægilegt vald til að hafa áhrif á samningaviðræður og ákváðu því að stofna sitt eigið félag. Þetta félag skyldi verða rödd þeirra í samningaviðræðum og tryggja að þeirra sjónarmið væru virt. Árin 2023 og 2024 voru krefjandi fyrir hafnarverkamennina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við Eimskip (SA) og Eflingu (ASI) stóðu þeir frammi fyrir hindrunum. Félagið þeirra var ekki viðurkennt sem lögmætur samningsaðili, og því var þeim neitað um þátttöku í formlegum samningaviðræðum. Í stað þess að láta deigan síga ákváðu hafnarverkamenn að leita réttar síns fyrir félagsdómi. Þar var talað um að forgangsréttarákvæði væri í samningum Eflingar og Eimskips sem gerði það að verkum að aðeins eitt stéttarfélag væri á starfsvæði Eimskips, sem er ekki rétt, því þar má finna VR, Eflingu, Rafiðn og fleiri. Ferlið fyrir félagsdómi hefur reynst langt og snúið. Þrátt fyrir að hafa gert þrjár tilraunir til að fá niðurstöðu hefur málið enn ekki verið leyst. Hins vegar er von á að dómur falli á morgun, sem gæti markað tímamót í baráttu hafnarverkamanna, en það er fjórða tilraun þeirra. Á meðan á þessu ferli stendur hafa hafnarverkamenn haldið uppi samstöðu og baráttuvilja. Þeir hafa staðið saman í mótmælum, skrifað greinar og haldið fundi til að vekja athygli á málstað sínum. Þeir hafa einnig leitað stuðnings frá almenningi og öðrum stéttarfélögum, sem hafa sýnt þeim samstöðu og stuðning. Ef dómurinn fellur þeim í hag á morgun gæti það orðið upphafið að nýjum kafla í sögu hafnarverkamanna. Það myndi ekki aðeins viðurkenna félag þeirra sem lögmætan samningsaðila, heldur einnig styrkja stöðu þeirra í framtíðarsamningaviðræðum. En ef málið fellur ekki með hafnarverkamönnum á morgun má með sanni segja að ekki þýði fyrir verkafólk að stofna stéttarfélag heldur aðeins atvinnurekendur, eins og hefur sýnt sig með SVEIT, sem deilur hafa staðið um núna í nokkrar vikur. Það er von mín og ósk að málið verði félag hafnarverkamanna í vil á morgun og þessi barátta, sem hefur verið undanfarin ár, beri árangur. Þetta myndi sýna atvinnurekendum að félagafrelsi er sannarlega til staðar á Íslandi og að ekki sé hægt að skipa fólki að vera í stéttarfélagi sem hentar vinnuveitendum betur. Hver svo sem niðurstaðan verður, þá mun félag hafnarverkamanna halda baráttunni áfram og greinahöfundur setja inn efni reglulega til að minna vinnuveitendur á þá staðreynd að saman erum við sterk. Höfundur er varaformaður Félags Hafnarverkamanna á Íslandi.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun