Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 16:36 Haukur Þrastarson virðist vera að taka afar spennandi skref á sínum handboltaferli. vísir/Vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er sagður á leið til Rhein-Neckar Löwen í sumar og mun þá spila með sterku liði í bestu landsdeild heims. Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri. Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri.
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira