Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar 24. febrúar 2025 20:31 Þann 20. febrúar síðastliðinn voru samtökin Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi (STLÍ) formlega stofnuð af 27 félögum á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði stofnfundinn og hvatti til samstöðu og góðra verka. Samráðsvettvangurinn hefur starfað frá 2006, en með óformlegum hætti þar til nú. Þetta samráð félaganna studdist upphaflega við fyrirmyndir frá öðrum Norðurlöndum þar sem tilgangurinn var að ræða ýmsa sameiginlega hagsmuni, til dæmis, varðandi tengsl félaganna við ríkið, um jafnræði (réttlæti) á milli þeirra, og frelsi þeirra til að athafna sig innan ramma löggjafar landsins. Þá hafa einnig mál grafreita borgaranna borið á góma því aðstaða til greftrunar látinna er ekki einungis hagsmunamál eins hóps. Stefnt var að því að ræða það sem væri félögunum sameiginlegt fremur en um það sem ágreiningur stæði um. Það er þó hætt við ágreiningi í ýmsu og þá reynir á málefnalega nálgun til að ná að ræða málin af virðingu og gagnkvæmri tillitssemi. Það reynir á að félögin finni grundvöll samkomulags þar sem einhverskonar form réttlætis er ákveðið sem stefnumið í sameiginlegum málum óháð hvaðan hugmyndin um réttlætið kemur. Réttlæti er bara réttlæti út frá þeim siðferðilegu verðmætum sem það á að vernda og þarf ekki að bera neina merkimiða trúar eða trúlausra lífsskoðana eins og „kristið lúterskt, heiðið, íslamskt, kristið kaþólkst, húmanískt, díalektískt, búddískt, bahá‘íískt … réttlæti“. Þetta er einfaldlega réttlæti sem sammannlegt félagslegt fyrirbæri og er einnig viðfangsefni ríkisstjórna, mannréttindadómstóla og Sameinuðu þjóðanna svo nokkur mikilvæg dæmi séu nefnd. Réttlæti án merkimiða og án manngreinarálits mætir sammannlegum þörfum. Þetta réttlæti er það sem mun gera STLÍ kleift að starfa og byggja upp eitthvað sameiginlega. Í leiðinni er hún sú réttlætishugmynd sem er í hjarta sammannlegs (secular) samfélags um samkomulag ólíkra hópa sem saman mynda lýðræðislega heild – þjóð. Oft er talað um veraldlegt (secular) skipulag slíks réttlætis en sú þýðing á hugtakinu secular virðist hafa valdið ákveðnum vanda. Í orðræðu leiðtoga sumra félaga í STLÍ í gegnum tíðina hefur gætt ákveðinnar andstöðu og ákveðins misskilnings um það þegar sumir aðrir leiðtogar hafa lagt áherslu á að veraldlegt réttlæti sé í anda hlutleysis. Orðið „veraldlegt“ er þá skilið sem vísun í samfélag án trúar, þ.e. trúleysis. Í framhaldinu er jafnan rökstutt að „trúleysi sé ekki hlutleysi“ og að fólk eigi ekki að krefjast þess að opinberir skólar leyfi ekki trúarlegt starf í þeim á grunni hlutleysis. Það að hafa ekki trúarstarf í þeim sé þá í þágu trúleysisstefnu og sé þannig mismunun. Misskilningurinn í þessari röksemdafærslu felst í því að með sammannlegum (veraldlegum) grunni er ekki verið að tala eða starfa gegn trúarlegum skoðunum, heldur leyfa ekki sérstaka merkimiða eða að fulltrúar ólíkra trúar- eða lífsskoðana komi að skólastarfi. Það þýðir jú að þær lífsskoðanir sem byggja á einhverjum grunni utan eða handan hins sammannlega verða að sætta sig við að skólar allra barna okkar þurfa að byggja á mannlegum samnefnurum og sammælast um að það sé ekki réttlæti í því að einhver „stór og sterk“ trú- eða lífsskoðunarfélög fái sérréttindi innan skólanna. Þetta virðist við fyrstu sýn henta betur málstað trúlausra lífsskoðana en trúleysi eitt og sér er engin trygging fyrir góðu gildismati og slík félög hafa einnig sína merkimiða (húmanískt, díalektískt, o.s.frv.) og fulltrúa sem mega þá ekki heldur vera í skólastarfinu. Í sammannlegu skólahaldi er hvorki boðuð trú né trúleysi, en í því verður að ríkja sammannleg siðmenning og grundvallandi gildismat út frá virðingu, réttlæti og sameiginlegum markmiðum menntunar. Því stýrir fagfólk skólanna út frá fagmennsku starfsins og fræðilegum forsendum. Siðræn ábyrgð í skólastarfi er nauðsynleg og er ekki siðrænt hlutlaus eða óafskiptin gagnvart siðferðilegri togstreitu hversdagsins í lífi barna og kennara. Hið sammannlega (veraldlega, secular) fyrirkomulag samfélags og skóla er því grunnurinn að uppbyggjandi samkomulagi og réttlæti sem allir aðilar geta fundið að brýtur ekki á neinum. Rétt eins og í hinu lýðræðislega samfélagi mun viðurkenning allra aðila STLÍ á því að við höfum öll sammannlegan grunn ráða um gagnsemi samtakanna í framtíðinni. Það er engin ástæða til óeiningar því þrátt fyrir allan okkar fjölbreytileika í trú og skoðunum eru allar manneskjur með sömu vonir um til dæmis góða menntun, frið, jafna möguleika og nærandi tengsl. Ég óska STLÍ velfarnaðar í áframhaldandi samráði og sameiginlegri uppbyggingu fyrir félögin og félagsmenn þeirra. Höfundur er félagi í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 20. febrúar síðastliðinn voru samtökin Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi (STLÍ) formlega stofnuð af 27 félögum á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði stofnfundinn og hvatti til samstöðu og góðra verka. Samráðsvettvangurinn hefur starfað frá 2006, en með óformlegum hætti þar til nú. Þetta samráð félaganna studdist upphaflega við fyrirmyndir frá öðrum Norðurlöndum þar sem tilgangurinn var að ræða ýmsa sameiginlega hagsmuni, til dæmis, varðandi tengsl félaganna við ríkið, um jafnræði (réttlæti) á milli þeirra, og frelsi þeirra til að athafna sig innan ramma löggjafar landsins. Þá hafa einnig mál grafreita borgaranna borið á góma því aðstaða til greftrunar látinna er ekki einungis hagsmunamál eins hóps. Stefnt var að því að ræða það sem væri félögunum sameiginlegt fremur en um það sem ágreiningur stæði um. Það er þó hætt við ágreiningi í ýmsu og þá reynir á málefnalega nálgun til að ná að ræða málin af virðingu og gagnkvæmri tillitssemi. Það reynir á að félögin finni grundvöll samkomulags þar sem einhverskonar form réttlætis er ákveðið sem stefnumið í sameiginlegum málum óháð hvaðan hugmyndin um réttlætið kemur. Réttlæti er bara réttlæti út frá þeim siðferðilegu verðmætum sem það á að vernda og þarf ekki að bera neina merkimiða trúar eða trúlausra lífsskoðana eins og „kristið lúterskt, heiðið, íslamskt, kristið kaþólkst, húmanískt, díalektískt, búddískt, bahá‘íískt … réttlæti“. Þetta er einfaldlega réttlæti sem sammannlegt félagslegt fyrirbæri og er einnig viðfangsefni ríkisstjórna, mannréttindadómstóla og Sameinuðu þjóðanna svo nokkur mikilvæg dæmi séu nefnd. Réttlæti án merkimiða og án manngreinarálits mætir sammannlegum þörfum. Þetta réttlæti er það sem mun gera STLÍ kleift að starfa og byggja upp eitthvað sameiginlega. Í leiðinni er hún sú réttlætishugmynd sem er í hjarta sammannlegs (secular) samfélags um samkomulag ólíkra hópa sem saman mynda lýðræðislega heild – þjóð. Oft er talað um veraldlegt (secular) skipulag slíks réttlætis en sú þýðing á hugtakinu secular virðist hafa valdið ákveðnum vanda. Í orðræðu leiðtoga sumra félaga í STLÍ í gegnum tíðina hefur gætt ákveðinnar andstöðu og ákveðins misskilnings um það þegar sumir aðrir leiðtogar hafa lagt áherslu á að veraldlegt réttlæti sé í anda hlutleysis. Orðið „veraldlegt“ er þá skilið sem vísun í samfélag án trúar, þ.e. trúleysis. Í framhaldinu er jafnan rökstutt að „trúleysi sé ekki hlutleysi“ og að fólk eigi ekki að krefjast þess að opinberir skólar leyfi ekki trúarlegt starf í þeim á grunni hlutleysis. Það að hafa ekki trúarstarf í þeim sé þá í þágu trúleysisstefnu og sé þannig mismunun. Misskilningurinn í þessari röksemdafærslu felst í því að með sammannlegum (veraldlegum) grunni er ekki verið að tala eða starfa gegn trúarlegum skoðunum, heldur leyfa ekki sérstaka merkimiða eða að fulltrúar ólíkra trúar- eða lífsskoðana komi að skólastarfi. Það þýðir jú að þær lífsskoðanir sem byggja á einhverjum grunni utan eða handan hins sammannlega verða að sætta sig við að skólar allra barna okkar þurfa að byggja á mannlegum samnefnurum og sammælast um að það sé ekki réttlæti í því að einhver „stór og sterk“ trú- eða lífsskoðunarfélög fái sérréttindi innan skólanna. Þetta virðist við fyrstu sýn henta betur málstað trúlausra lífsskoðana en trúleysi eitt og sér er engin trygging fyrir góðu gildismati og slík félög hafa einnig sína merkimiða (húmanískt, díalektískt, o.s.frv.) og fulltrúa sem mega þá ekki heldur vera í skólastarfinu. Í sammannlegu skólahaldi er hvorki boðuð trú né trúleysi, en í því verður að ríkja sammannleg siðmenning og grundvallandi gildismat út frá virðingu, réttlæti og sameiginlegum markmiðum menntunar. Því stýrir fagfólk skólanna út frá fagmennsku starfsins og fræðilegum forsendum. Siðræn ábyrgð í skólastarfi er nauðsynleg og er ekki siðrænt hlutlaus eða óafskiptin gagnvart siðferðilegri togstreitu hversdagsins í lífi barna og kennara. Hið sammannlega (veraldlega, secular) fyrirkomulag samfélags og skóla er því grunnurinn að uppbyggjandi samkomulagi og réttlæti sem allir aðilar geta fundið að brýtur ekki á neinum. Rétt eins og í hinu lýðræðislega samfélagi mun viðurkenning allra aðila STLÍ á því að við höfum öll sammannlegan grunn ráða um gagnsemi samtakanna í framtíðinni. Það er engin ástæða til óeiningar því þrátt fyrir allan okkar fjölbreytileika í trú og skoðunum eru allar manneskjur með sömu vonir um til dæmis góða menntun, frið, jafna möguleika og nærandi tengsl. Ég óska STLÍ velfarnaðar í áframhaldandi samráði og sameiginlegri uppbyggingu fyrir félögin og félagsmenn þeirra. Höfundur er félagi í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar