Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 06:59 Það fór vel á með forsetunum, þrátt fyrir að þeir nálguðust málið á ólíkan hátt. Getty/Chip Somodevilla Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag. Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag.
Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira