„Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 15:33 Sigríður ríkissaksóknari staðfestir að hún sé enn með mál á sínu borði sem snertir „like“ Helga Magnúsar. Hann veit hins vegar ekki hvaðan á sig stendur veðrið. vísir/vilhelm/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur kominn undir nálarauga Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eftir að henni barst ábending um „like“ sem Helgi Magnús setti á Facebook. Helgi Magnús skilur ekki hvaða frétt þetta er. Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“ Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“
Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira