„Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:10 Ólafur Jónas Sigurðsson mætti með derhúfu í kvöld til að fela nýja hárlitinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan vann góðan sigur á Grindavík í kvöld í Bónus-deild kvenna 77-64 en þetta var í annað sinn á viku sem liðin mætast. Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira