Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2025 21:56 Karoline Leavitt, talskona Trumps, í Hvíta húsinu í dag við hlið skiltis sem gert var til fagnaðar þess að dómari gaf frá sér tímabundinn úrskurð um að hvíta húsið þyrfti ekki að veita AP fréttaveitunni aðgang, að svo stöddu. Hvíta húsið hefur deilt við fréttaveituna vegna þess að hún notar enn nafnið „Mexíkóflói“ yfir Mexíkóflóa en ekki „Ameríkuflói“. AP/Evan Vucci Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna. Í rúm hundrað ár hafa hópar blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna verið valdir til að fylgja forsetum Bandaríkjanna eftir, mynda þá og skrifa um þá fréttir, sem allir fjölmiðlar hafa haft aðgang að. Þessi hópar hafa verið valdi af samtökum blaðamanna sem á ensku kallast „White house correspondents Association“ eða WHCA og voru þau stofnuð árið 1914. Þessi ætla starfsmenn Trumps að breyta. „Upplýsingateymi Hvíta hússins, þessarar ríkisstjórnar, mun ákveða hverjir fá að njóta þessa einstaka réttar og takmarkaðs aðgengi að rýmum eins og forsetaflugvélinni og skrifstofu forsetans.“ Þetta sagði Leavitt á upplýsingafundi sínum í dag en hún sagði einnig að sérstakur hópur blaðamanna frá höfuðborginni myndi ekki lengur „njóta einokunar“ á því hverjir fá aðgang að Hvíta húsinu. Þetta hefur strax vakið áhyggjur um stöðu fjölmiðla og forsetans þar sem þetta felur í raun í sér að Trump mun sjálfur velja þá fjölmiðla og það fjölmiðlafólk sem fjallar um hann. Leavitt hélt því fram í kvöld að það væri ekki réttur blaðamanna að hafa aðgang að forsetaembættinu. Færa ætti valdið um það hverjir fengu aðgang „aftur til fólksins“ en þeir yrðu valdir af starfsmönnum Trumps. .@PressSec Karoline Leavitt: "For decades a group of DC based journalists, the White House Correspondents' Association, has long dictated which journalists get to ask questions of the president of the United States in these most intimate spaces. Not anymore." pic.twitter.com/B4vbNmklyH— CSPAN (@cspan) February 25, 2025 Leavitt ítrekaði einnig að blaðamönnum AP fréttaveitunnar ekki aðgang að sérstökum viðburðum í Hvíta húsinu og tengdum viðburðum. Það var ákveðið eftir að forsvarsmenn fréttaveitunnar, sem er með viðskiptavini um allan heim, tóku þá ákvörðun að nota ekki nafnið „Ameríkuflói“ yfir Mexíkóflóa. Sjá einnig: Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Einn fræðimaður um forsetaembættið og fjölmiðla sagði í samtali við blaðamann AP að verið væri að setja hættulegt fordæmi. „Þetta þýðir að forsetinn geti valið hver fjallar um framkvæmdavaldið og hunsað þá staðreynd að það er almenningur sem rekur Hvíta húsið og fjármagni ferðalög forsetans og laun upplýsingafulltrúa hans með skattgreiðslum.“ Þá hefur fréttaveitan eftir Eugene Daniels, forseta WHCA, að samtökin séu sífellt að breyta og útvíkka hópa sem fjalla um forsetaembættið og veita nýjum miðlum aðgengi. Í yfirlýsingu segir Daniels að í frjálsu lýðræðisríki sé ótækt að forsetar komist upp með að velja miðla sem fjalla um þá. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Í rúm hundrað ár hafa hópar blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna verið valdir til að fylgja forsetum Bandaríkjanna eftir, mynda þá og skrifa um þá fréttir, sem allir fjölmiðlar hafa haft aðgang að. Þessi hópar hafa verið valdi af samtökum blaðamanna sem á ensku kallast „White house correspondents Association“ eða WHCA og voru þau stofnuð árið 1914. Þessi ætla starfsmenn Trumps að breyta. „Upplýsingateymi Hvíta hússins, þessarar ríkisstjórnar, mun ákveða hverjir fá að njóta þessa einstaka réttar og takmarkaðs aðgengi að rýmum eins og forsetaflugvélinni og skrifstofu forsetans.“ Þetta sagði Leavitt á upplýsingafundi sínum í dag en hún sagði einnig að sérstakur hópur blaðamanna frá höfuðborginni myndi ekki lengur „njóta einokunar“ á því hverjir fá aðgang að Hvíta húsinu. Þetta hefur strax vakið áhyggjur um stöðu fjölmiðla og forsetans þar sem þetta felur í raun í sér að Trump mun sjálfur velja þá fjölmiðla og það fjölmiðlafólk sem fjallar um hann. Leavitt hélt því fram í kvöld að það væri ekki réttur blaðamanna að hafa aðgang að forsetaembættinu. Færa ætti valdið um það hverjir fengu aðgang „aftur til fólksins“ en þeir yrðu valdir af starfsmönnum Trumps. .@PressSec Karoline Leavitt: "For decades a group of DC based journalists, the White House Correspondents' Association, has long dictated which journalists get to ask questions of the president of the United States in these most intimate spaces. Not anymore." pic.twitter.com/B4vbNmklyH— CSPAN (@cspan) February 25, 2025 Leavitt ítrekaði einnig að blaðamönnum AP fréttaveitunnar ekki aðgang að sérstökum viðburðum í Hvíta húsinu og tengdum viðburðum. Það var ákveðið eftir að forsvarsmenn fréttaveitunnar, sem er með viðskiptavini um allan heim, tóku þá ákvörðun að nota ekki nafnið „Ameríkuflói“ yfir Mexíkóflóa. Sjá einnig: Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Einn fræðimaður um forsetaembættið og fjölmiðla sagði í samtali við blaðamann AP að verið væri að setja hættulegt fordæmi. „Þetta þýðir að forsetinn geti valið hver fjallar um framkvæmdavaldið og hunsað þá staðreynd að það er almenningur sem rekur Hvíta húsið og fjármagni ferðalög forsetans og laun upplýsingafulltrúa hans með skattgreiðslum.“ Þá hefur fréttaveitan eftir Eugene Daniels, forseta WHCA, að samtökin séu sífellt að breyta og útvíkka hópa sem fjalla um forsetaembættið og veita nýjum miðlum aðgengi. Í yfirlýsingu segir Daniels að í frjálsu lýðræðisríki sé ótækt að forsetar komist upp með að velja miðla sem fjalla um þá.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira