Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 14:31 Það hefur oft verið gaman hjá Eyjafólki í bikarúrslitunum. vísir/Hulda Margrét Undanúrslit Poweradebikars karla í handbolta fara fram á Ásvöllum í kvöld en þar berjast fjögur lið um sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Eitt af þeim er lið ÍBV en Eyjamenn eru erfiðir við að eiga þegar sjálfur bikarúrslitaleikurinn er í augsýn. ÍBV mætir Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum í dag en leikurinn hefst klukkan 18.00. Bikarúrslitin fara fram á Ásvöllum í ár en ekki í Laugardalshöllinni. Eyjamenn hafa verið mikið bikarlið í handboltanum í gegnum tíðina og hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar. Það er líka orðið mjög langt síðan þeir töpuðu undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í handbolta. Það voru einmitt Stjörnumenn sem voru þeir síðustu til að vinna undanúrslitaleik á móti ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Stjarnan vann fjögurra marka sigur í undanúrslitaleik liðanna í febrúar 2006, 36-32, eða fyrir meira en nítján árum síðan. Patrekur Jóhannesson var langmarkahæstur í liði Stjörnunnar í leiknum með ellefu mörk en í marki Eyjamanna stóð þá Björgvin Páll Gústavsson. Eyjamenn hafa unnið alla fjóra undanúrslitaleiki sína síðan þá og þeir hafa reyndar allir verið á móti Haukum. ÍBV tapaði á móti Haukum í bikarkeppninni í vetur en komst áfram á kæru. Eyjamenn urðu síðast bikarmeistarar fyrir fimm árum eftir einmitt sigur á Stjörnumönnum í úrslitaleik. Þeir komust alla leið í úrslitaleikinn í fyrra en töpuðu þá stórt á móti Valsmönnum í Laugardalshöllinni. Stjarnan hefur á móti tapað í undanúrslitum tvö síðustu ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Liðið vann síðast bikarmeistaratitilinn fyrir átján árum, árið 2007. Hinn undanúrslitaleikurinn í kvöld er á milli Fram og Aftureldingar og hefst hann klukkan 20.15. Framliðið hefur ekki orðið bikarmeistari í aldarfjórðung, unnu í fyrsta og eina skiptið árið 2000, en Mosfellingar urðu bikarmeistarar fyrir tveimur árum þá í annað skiptið. Síðustu fimm undanúrslitaleikir ÍBV í bikarkeppni karla: 6. mars 2024 Sex marka sigur á Haukum (33-27) 5. mars 2020 Eins marks sigur á Haukum (27-26) 9. mars 2018 Tveggja marka sigur á Haukum (27-25) 27. febrúar 2015 Tveggja marka sigur á Haukum (23-21) 11. febrúar 2006 Fjögurra marka tap fyrir Stjörnunni (32-36) Powerade-bikarinn ÍBV Stjarnan Fram Afturelding Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
ÍBV mætir Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum í dag en leikurinn hefst klukkan 18.00. Bikarúrslitin fara fram á Ásvöllum í ár en ekki í Laugardalshöllinni. Eyjamenn hafa verið mikið bikarlið í handboltanum í gegnum tíðina og hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar. Það er líka orðið mjög langt síðan þeir töpuðu undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í handbolta. Það voru einmitt Stjörnumenn sem voru þeir síðustu til að vinna undanúrslitaleik á móti ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Stjarnan vann fjögurra marka sigur í undanúrslitaleik liðanna í febrúar 2006, 36-32, eða fyrir meira en nítján árum síðan. Patrekur Jóhannesson var langmarkahæstur í liði Stjörnunnar í leiknum með ellefu mörk en í marki Eyjamanna stóð þá Björgvin Páll Gústavsson. Eyjamenn hafa unnið alla fjóra undanúrslitaleiki sína síðan þá og þeir hafa reyndar allir verið á móti Haukum. ÍBV tapaði á móti Haukum í bikarkeppninni í vetur en komst áfram á kæru. Eyjamenn urðu síðast bikarmeistarar fyrir fimm árum eftir einmitt sigur á Stjörnumönnum í úrslitaleik. Þeir komust alla leið í úrslitaleikinn í fyrra en töpuðu þá stórt á móti Valsmönnum í Laugardalshöllinni. Stjarnan hefur á móti tapað í undanúrslitum tvö síðustu ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Liðið vann síðast bikarmeistaratitilinn fyrir átján árum, árið 2007. Hinn undanúrslitaleikurinn í kvöld er á milli Fram og Aftureldingar og hefst hann klukkan 20.15. Framliðið hefur ekki orðið bikarmeistari í aldarfjórðung, unnu í fyrsta og eina skiptið árið 2000, en Mosfellingar urðu bikarmeistarar fyrir tveimur árum þá í annað skiptið. Síðustu fimm undanúrslitaleikir ÍBV í bikarkeppni karla: 6. mars 2024 Sex marka sigur á Haukum (33-27) 5. mars 2020 Eins marks sigur á Haukum (27-26) 9. mars 2018 Tveggja marka sigur á Haukum (27-25) 27. febrúar 2015 Tveggja marka sigur á Haukum (23-21) 11. febrúar 2006 Fjögurra marka tap fyrir Stjörnunni (32-36)
Síðustu fimm undanúrslitaleikir ÍBV í bikarkeppni karla: 6. mars 2024 Sex marka sigur á Haukum (33-27) 5. mars 2020 Eins marks sigur á Haukum (27-26) 9. mars 2018 Tveggja marka sigur á Haukum (27-25) 27. febrúar 2015 Tveggja marka sigur á Haukum (23-21) 11. febrúar 2006 Fjögurra marka tap fyrir Stjörnunni (32-36)
Powerade-bikarinn ÍBV Stjarnan Fram Afturelding Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira